Bara lífsstíll? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2020 19:30 Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landbúnaður Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun