Jólasveinninn er dáinn Arna Pálsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 „Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun