Butler magnaður er Miami hélt sér á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 09:30 Jimmy Butler var stórkostlegur í nótt er Miami vann fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar. Staðan er nú 3-2 fyrir Lakers en liðin mætast aftur á aðfaranótt mánudags. Mike Ehrmann/Getty Images Miami Heat er enn á lífi í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna, lokatölur 111-108. Heat getur þakkað enn einni ótrúlegri frammistöðu Jimmy Butler en hann var með þrefalda tvennu í leiknum og spilaði allan leikinn ef frá eru taldar þær 48 sekúndur sem hann sat á bekknum. 47 minutes played. pic.twitter.com/hvQGsVwFDR— NBA (@NBA) October 10, 2020 Staðan í einvíginu er 3-2 og Lakers er enn aðeins einum leik frá sínum fyrsta titli í áratug. Heat eru hins vegar búnir að sýna það að þeir eru ekkert að fara leggja árar í bát og rétta Lakers þennan titil. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda en Lakers urðu fyrir miklu áfalli er Anthony Davis - önnur af ofurstjörnum liðsins - virtist meiðast á hásin í fyrsta leikhluta. Hann haltraði af velli, fór inn í búningsklefa en kom til baka í öðrum leikhluta leiksins. Miami lék lausum hala er Lakers voru án Davis og náðu mest 11 stiga forystu í 2. leikhluta. Munurinn var kominn niður í eitt stig þegar Heat fór í síðustu sókn fyrri hálfleiks. Jimmy Butler fór í ómögulegt þriggja stiga skot sem flaug ofan í og Heat því með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 60-56. Síðari hálfleikur var líkt og sá fyrri í járnum. Munurinn var aðeins tvö stig þegar Duncan Robinson fór í erfitt þriggja stiga skot undir lok 3. leikhluta. Hann setti skotið ásamt því að fá vítaskot og munurinn því allt í einu orðinn sex stig, 86-80. Robinson átti frábæran leik og setti niður sjö þriggja stiga skot í leiknum. After his 7 threes in the @MiamiHEAT Game 5 win... watch Duncan Robinson's best triples of the season! #HEATTwitter Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/Skc7n2ne5n— NBA (@NBA) October 10, 2020 Lakers komust loksins yfir um miðjan 4. leikhluta þegar Kentavious Caldwell-Pope setti niður þriggja stiga skot og kom Lakers einu stigi yfir, 97-96. Lakers voru enn einu stigi yfir þegar 21 sekúnda voru eftir af leiknum, staðan þá 108-107 og allt undir. Heat tóku leikhlé og að sjálfsögðu var það Butler sem fékk boltann. Lakers sofnaði á verðinum og Butler keyrði að körfunni þar sem Davis braut á honum. Butler hélt ró sinni og setti bæði skotin niður. Miami yfir, 109-108, og 16.8 sekúndur eftir af leiknum. Síðast sókn Lakers var hálfgerð katastrófa. LeBron keyrði inn að körfunni, dró í sig leikmenn Heat og kastaði honum svo til baka á Danny Green - sem var aðeins með átta stig í leiknum. Green fór í þriggja stiga skot sem var of stutt, hrökk af hringnum til Markieff Morris sem ákvað frekar en að fara í sniðskot að reyna finnda Davis undir körfunni. Það gekk ekki, boltinn út af, Lakers braut og Miami nýtti vítaskotin í blálokin. Lokatölur 111-108 og Miami eru enn á lífi í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Hjá Miami var Jimmy Butler allt í öllu enda spilaði hann nær allan leikinn. Hann endaði með þrefalda tvennu, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann var þó ekki einn í liði og eins og áður kom fram setti Duncan Robinson niður sjö þriggja stiga skot. Robinson endaði með 26 stig. Kendrick Nunn kom þar á eftir með 14 stig. The BEST from @JimmyButler's two 35+ point triple-doubles in the #NBAFinals!40 PTS, 11 REB, 13 AST in Game 335 PTS, 12 REB, 11 AST in Game 5Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/2vRxiT1nBu— NBA (@NBA) October 10, 2020 Hjá Lakers spiluðu þeir LeBron James og Anthony Davis mest allra þrátt fyrir að sá síðarnefndi hefði haltrað út af í fyrsta leikhluta. Davis virtist þó ekki alveg heill heilsu þrátt fyrir að spila allan þennan tíma. Hann skoraði 28 stig og tók 12 fráköst á þeim 42 mínútum sem hann spilaði í nótt. LeBron var stigahæstur en hann gerði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Caldwell-Pope var eini leikmaður Lakers sem skilaði tveggja stafa tölu í stigum, hann gerði 16 stig í leiknum. LeBron James (40 PTS, 13 REB, 7 AST) puts together his 8th career 40-point #NBAFinals performance in Game 5.Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/joL5Qyiy6e— NBA (@NBA) October 10, 2020 Það er stutt á milli í þessu og það verður forvitnilegt að sjá hvort Butler eigi nóg á tankinum til að leika sama leik á aðfaranótt mánudags. Sama verður sagt um Davis sem þarf að hrista meiðslin af sér á innan við tveimur sólahringum. Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Miami Heat er enn á lífi í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna, lokatölur 111-108. Heat getur þakkað enn einni ótrúlegri frammistöðu Jimmy Butler en hann var með þrefalda tvennu í leiknum og spilaði allan leikinn ef frá eru taldar þær 48 sekúndur sem hann sat á bekknum. 47 minutes played. pic.twitter.com/hvQGsVwFDR— NBA (@NBA) October 10, 2020 Staðan í einvíginu er 3-2 og Lakers er enn aðeins einum leik frá sínum fyrsta titli í áratug. Heat eru hins vegar búnir að sýna það að þeir eru ekkert að fara leggja árar í bát og rétta Lakers þennan titil. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda en Lakers urðu fyrir miklu áfalli er Anthony Davis - önnur af ofurstjörnum liðsins - virtist meiðast á hásin í fyrsta leikhluta. Hann haltraði af velli, fór inn í búningsklefa en kom til baka í öðrum leikhluta leiksins. Miami lék lausum hala er Lakers voru án Davis og náðu mest 11 stiga forystu í 2. leikhluta. Munurinn var kominn niður í eitt stig þegar Heat fór í síðustu sókn fyrri hálfleiks. Jimmy Butler fór í ómögulegt þriggja stiga skot sem flaug ofan í og Heat því með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 60-56. Síðari hálfleikur var líkt og sá fyrri í járnum. Munurinn var aðeins tvö stig þegar Duncan Robinson fór í erfitt þriggja stiga skot undir lok 3. leikhluta. Hann setti skotið ásamt því að fá vítaskot og munurinn því allt í einu orðinn sex stig, 86-80. Robinson átti frábæran leik og setti niður sjö þriggja stiga skot í leiknum. After his 7 threes in the @MiamiHEAT Game 5 win... watch Duncan Robinson's best triples of the season! #HEATTwitter Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/Skc7n2ne5n— NBA (@NBA) October 10, 2020 Lakers komust loksins yfir um miðjan 4. leikhluta þegar Kentavious Caldwell-Pope setti niður þriggja stiga skot og kom Lakers einu stigi yfir, 97-96. Lakers voru enn einu stigi yfir þegar 21 sekúnda voru eftir af leiknum, staðan þá 108-107 og allt undir. Heat tóku leikhlé og að sjálfsögðu var það Butler sem fékk boltann. Lakers sofnaði á verðinum og Butler keyrði að körfunni þar sem Davis braut á honum. Butler hélt ró sinni og setti bæði skotin niður. Miami yfir, 109-108, og 16.8 sekúndur eftir af leiknum. Síðast sókn Lakers var hálfgerð katastrófa. LeBron keyrði inn að körfunni, dró í sig leikmenn Heat og kastaði honum svo til baka á Danny Green - sem var aðeins með átta stig í leiknum. Green fór í þriggja stiga skot sem var of stutt, hrökk af hringnum til Markieff Morris sem ákvað frekar en að fara í sniðskot að reyna finnda Davis undir körfunni. Það gekk ekki, boltinn út af, Lakers braut og Miami nýtti vítaskotin í blálokin. Lokatölur 111-108 og Miami eru enn á lífi í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Hjá Miami var Jimmy Butler allt í öllu enda spilaði hann nær allan leikinn. Hann endaði með þrefalda tvennu, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann var þó ekki einn í liði og eins og áður kom fram setti Duncan Robinson niður sjö þriggja stiga skot. Robinson endaði með 26 stig. Kendrick Nunn kom þar á eftir með 14 stig. The BEST from @JimmyButler's two 35+ point triple-doubles in the #NBAFinals!40 PTS, 11 REB, 13 AST in Game 335 PTS, 12 REB, 11 AST in Game 5Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/2vRxiT1nBu— NBA (@NBA) October 10, 2020 Hjá Lakers spiluðu þeir LeBron James og Anthony Davis mest allra þrátt fyrir að sá síðarnefndi hefði haltrað út af í fyrsta leikhluta. Davis virtist þó ekki alveg heill heilsu þrátt fyrir að spila allan þennan tíma. Hann skoraði 28 stig og tók 12 fráköst á þeim 42 mínútum sem hann spilaði í nótt. LeBron var stigahæstur en hann gerði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Caldwell-Pope var eini leikmaður Lakers sem skilaði tveggja stafa tölu í stigum, hann gerði 16 stig í leiknum. LeBron James (40 PTS, 13 REB, 7 AST) puts together his 8th career 40-point #NBAFinals performance in Game 5.Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/joL5Qyiy6e— NBA (@NBA) October 10, 2020 Það er stutt á milli í þessu og það verður forvitnilegt að sjá hvort Butler eigi nóg á tankinum til að leika sama leik á aðfaranótt mánudags. Sama verður sagt um Davis sem þarf að hrista meiðslin af sér á innan við tveimur sólahringum.
Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira