Stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stöðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 14:02 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira