Stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stöðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 14:02 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira