„Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:31 Teymið á bak við Mynto, þau Heba Fjalarsdóttir, Viktor Grönfeldt Steinþórsson, Viktor Margeirsson, Brynjar Gauti Þorsteinsson og Gunnar Kolbeinsson. Ólafur Alexander Ólafsson Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira