Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 12:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira