Þess vegna viljum við jafnt atkvæðavægi Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa 15. október 2020 15:01 Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst. Kosningarréttur manna má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Atkvæðavægi landsmanna á að vera hið sama hvar sem þeir búa á landinu. Aðeins þannig verða þingmenn raunverulega þingmenn allra landsmanna. Það eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þeir vinni að framfaramálum fyrir landið allt. Heildin á að vera það sem þingmenn hafa hugann við. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er saga fortíðar. Saga sem dregur taum sérhagsmuna en ekki hagsmuna heildarinnar. Atlaga að landsbyggðinni? Ef önnur grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi eins og tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar, trúfrelsi eða önnur sambærileg réttindi væru vegin ójafnt eftir því hvar fólk byggi á landinu efumst við um að það yrði látið kyrrt liggja. Við þykjumst reyndar vita að því yrði mótmælt hástöfum. En hvers vegna er látið líðast að atkvæði, aðgöngumiði hvers og eins að lýðræðinu, vegi ekki jafnt? Ef svarið er að misvægi atkvæða sé í raun uppbót fyrir landsbyggðina, vegna ójafns aðgengis landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu samanborið við íbúa suðvesturhornsins, þá er okkar svar við því einfalt; fjöldi þingmanna í kjördæmi hefur ekkert með framgang mála er varða kjördæmið að gera. Við í þingflokki Viðreisnar höfum allt kjörtímabilið litið svo á að þrátt fyrir að við séum kjörin í kjördæmum suðvesturhornsins, vegna núverandi kjördæmakerfis, þá látum við okkur málefni landsins alls okkur varða óháð kjördæmum. Það eru hins vegar rótgrónu íhaldsflokkarnir sem hafa ítrekað staðið í vegi fyrir því að við getum tekið þátt í fundum kjördæmanna til dæmis í kjördæmavikum með sveitarfélögum. Þetta er dæmi um úreltan hugsanagang. Í gegnum þingið fara í hverri viku rík hagsmunamál fyrir landsbyggðarkjördæmin en það er ekki hægt að greina mun á atkvæðum þingmanna eftir því hvaðan þeir koma. Mun heldur má greina mun eftir því fyrir hvaða flokk þeir sitja. Það er skylda okkar allra að rýna og taka afstöðu til hagsmunamála byggða landsins. Við trúum því að meta eigi öll mál eftir þeim eina mælikvarða hvort þau leiði til betra samfélags fyrir okkur öll. Þjónar núverandi kerfi hagsmunum landsbyggðar? Þeir sem standa vörð um núverandi fyrirkomulag hljóta að þurfa að svara þeirri einföldu spurningu hvort núverandi fyrirkomulag um misvægi atkvæða þjóni hagsmunum okkar allra, óháð búsetu. Eru landsbyggðarkjördæmin betur sett en ella vegna þessa fyrirkomulags. Eru samgöngumál, virkjanakostir í rammaáætlun, fiskeldismál, byggðamál, velferðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, raforkumál, innviðamál og atvinnumál í góðu horfi? Hefur núverandi kerfi skilað skjótari afgreiðslu mála og auknu aðgengi íbúa svæðanna að stjórnsýslunni og skilningi á vandamálum svæðanna? Hefur meira vægi atkvæða skilað raunverulegum árangri? Svarið við öllu þessu er nei. Gæti hugsast að kjördæmakerfið eins og það er uppbyggt í dag standi einmitt í vegi fyrir framgangi ýmissa framfaramála? Viðheldur það mögulega kyrrstöðu og sérhagsmunum? Hvernig væri veruleikinn ef landið væri eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt? Gæti verið að slíkt myndi auka á samstöðu og skilning á málefnum hvers landshluta, flýta fyrir afgreiðslu mála og auka á fjölbreytileika á Alþingi? Myndi slíkt kerfi mögulega koma í veg fyrir kjördæmapot og hrossakaup? Um það erum við sannfærð. Mannréttindamál ekki byggðamál Vægi atkvæða er jafnréttis- og mannréttindamál en ekki byggðamál. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar eru samofnir enda erum við eitt samfélag. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu leiðréttist ekki með því að skerða rétt kjósenda í þéttbýlum kjördæmum. Það er röng nálgun. Betra jafnvægi næst með því að taka stærri og djarfari skref í þá átt að auka á sjálfstæði sveitarfélaga til að ráða meiru um sitt nærumhverfi. Að fela íbúum þeirra svæða að taka í auknum mæli beinar ákvarðanir um eigin hagsmuni. Viðreisn mun samhliða frumvarpi um jafnt atkvæðavægi halda áfram að beita sér fyrir eflingu landsbyggðar og nýrra tækifæra. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni framundan í byggðamálum, svo sem að færa vald til ákvarðanatöku nær fólkinu með eflingu sveitarstjórnarstigsins, að nýta tæknina til að gera fjarvinnu á vegum hins opinbera mögulega um allt land og tryggja að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni sé nýttur til uppbyggingar í heimabyggð. Þessi mikilvægu mál og fjölmörg fleiri munu ekki vinnast með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu okkar. Við byggjum ekki réttlátt og samheldið samfélag á þann hátt. Það byggist upp með samstöðu, samvinnu og skilningi á mismunandi þörfum ólíkra svæða. Ekki með misrétti heldur jöfnum tækifærum. Þess vegna viljum við jafna atkvæðisréttinn og lögðum fram frumvarp þess efnis á Alþingi í vikunni. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð og réttlát krafa í okkar lýðræðissamfélagi. Þingflokkur Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kjördæmaskipan Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst. Kosningarréttur manna má ekki vera skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Atkvæðavægi landsmanna á að vera hið sama hvar sem þeir búa á landinu. Aðeins þannig verða þingmenn raunverulega þingmenn allra landsmanna. Það eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn og ýtir undir að þeir vinni að framfaramálum fyrir landið allt. Heildin á að vera það sem þingmenn hafa hugann við. Misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin er saga fortíðar. Saga sem dregur taum sérhagsmuna en ekki hagsmuna heildarinnar. Atlaga að landsbyggðinni? Ef önnur grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi eins og tjáningarfrelsið, rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar, trúfrelsi eða önnur sambærileg réttindi væru vegin ójafnt eftir því hvar fólk byggi á landinu efumst við um að það yrði látið kyrrt liggja. Við þykjumst reyndar vita að því yrði mótmælt hástöfum. En hvers vegna er látið líðast að atkvæði, aðgöngumiði hvers og eins að lýðræðinu, vegi ekki jafnt? Ef svarið er að misvægi atkvæða sé í raun uppbót fyrir landsbyggðina, vegna ójafns aðgengis landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu samanborið við íbúa suðvesturhornsins, þá er okkar svar við því einfalt; fjöldi þingmanna í kjördæmi hefur ekkert með framgang mála er varða kjördæmið að gera. Við í þingflokki Viðreisnar höfum allt kjörtímabilið litið svo á að þrátt fyrir að við séum kjörin í kjördæmum suðvesturhornsins, vegna núverandi kjördæmakerfis, þá látum við okkur málefni landsins alls okkur varða óháð kjördæmum. Það eru hins vegar rótgrónu íhaldsflokkarnir sem hafa ítrekað staðið í vegi fyrir því að við getum tekið þátt í fundum kjördæmanna til dæmis í kjördæmavikum með sveitarfélögum. Þetta er dæmi um úreltan hugsanagang. Í gegnum þingið fara í hverri viku rík hagsmunamál fyrir landsbyggðarkjördæmin en það er ekki hægt að greina mun á atkvæðum þingmanna eftir því hvaðan þeir koma. Mun heldur má greina mun eftir því fyrir hvaða flokk þeir sitja. Það er skylda okkar allra að rýna og taka afstöðu til hagsmunamála byggða landsins. Við trúum því að meta eigi öll mál eftir þeim eina mælikvarða hvort þau leiði til betra samfélags fyrir okkur öll. Þjónar núverandi kerfi hagsmunum landsbyggðar? Þeir sem standa vörð um núverandi fyrirkomulag hljóta að þurfa að svara þeirri einföldu spurningu hvort núverandi fyrirkomulag um misvægi atkvæða þjóni hagsmunum okkar allra, óháð búsetu. Eru landsbyggðarkjördæmin betur sett en ella vegna þessa fyrirkomulags. Eru samgöngumál, virkjanakostir í rammaáætlun, fiskeldismál, byggðamál, velferðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, raforkumál, innviðamál og atvinnumál í góðu horfi? Hefur núverandi kerfi skilað skjótari afgreiðslu mála og auknu aðgengi íbúa svæðanna að stjórnsýslunni og skilningi á vandamálum svæðanna? Hefur meira vægi atkvæða skilað raunverulegum árangri? Svarið við öllu þessu er nei. Gæti hugsast að kjördæmakerfið eins og það er uppbyggt í dag standi einmitt í vegi fyrir framgangi ýmissa framfaramála? Viðheldur það mögulega kyrrstöðu og sérhagsmunum? Hvernig væri veruleikinn ef landið væri eitt kjördæmi og atkvæðavægi jafnt? Gæti verið að slíkt myndi auka á samstöðu og skilning á málefnum hvers landshluta, flýta fyrir afgreiðslu mála og auka á fjölbreytileika á Alþingi? Myndi slíkt kerfi mögulega koma í veg fyrir kjördæmapot og hrossakaup? Um það erum við sannfærð. Mannréttindamál ekki byggðamál Vægi atkvæða er jafnréttis- og mannréttindamál en ekki byggðamál. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgar eru samofnir enda erum við eitt samfélag. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu og þjónustu leiðréttist ekki með því að skerða rétt kjósenda í þéttbýlum kjördæmum. Það er röng nálgun. Betra jafnvægi næst með því að taka stærri og djarfari skref í þá átt að auka á sjálfstæði sveitarfélaga til að ráða meiru um sitt nærumhverfi. Að fela íbúum þeirra svæða að taka í auknum mæli beinar ákvarðanir um eigin hagsmuni. Viðreisn mun samhliða frumvarpi um jafnt atkvæðavægi halda áfram að beita sér fyrir eflingu landsbyggðar og nýrra tækifæra. Það eru gríðarlega mikilvæg verkefni framundan í byggðamálum, svo sem að færa vald til ákvarðanatöku nær fólkinu með eflingu sveitarstjórnarstigsins, að nýta tæknina til að gera fjarvinnu á vegum hins opinbera mögulega um allt land og tryggja að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni sé nýttur til uppbyggingar í heimabyggð. Þessi mikilvægu mál og fjölmörg fleiri munu ekki vinnast með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu okkar. Við byggjum ekki réttlátt og samheldið samfélag á þann hátt. Það byggist upp með samstöðu, samvinnu og skilningi á mismunandi þörfum ólíkra svæða. Ekki með misrétti heldur jöfnum tækifærum. Þess vegna viljum við jafna atkvæðisréttinn og lögðum fram frumvarp þess efnis á Alþingi í vikunni. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð og réttlát krafa í okkar lýðræðissamfélagi. Þingflokkur Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar