Grænmetisborgarar í hættu í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2020 14:24 Hér má sjá vinsælan grænmetisborgara. Getty Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum. Vegan Evrópusambandið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum.
Vegan Evrópusambandið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira