Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2020 15:13 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/baldur Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33
Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent