Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þrettán leikmenn í Grikklandsför kvennalandsliðsins í körfubolta í nóvember.
Tveir nýliðar eru í tólfa manna keppnishópnum en Benedikt valdi einnig nýliðanna Önnu Ingunni Svansdóttur frá Keflavík sem „þrettánda“ mann. Hún verður því til taks ef gera þarf breytingar á hópnum. Hinir nýliðarnir eru Katla Rún Garðarsdóttir úr Keflavík og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum.
FIBA gerði breytingu á undankeppni EM vegna kórónuveirufaraldursins og ákvað að hafa þá leiki sem fram fara í nóvember í svokölluðum „bubblum“ þar sem strangar reglur gilda um sóttvarnir. Ísland leikur því á „hlutlausum“ velli, í Heraklion á eyjunni Krít, gegn Slóveníu og Búlgaríu 12. og 14. nóvember.
Íslenski hópurinn heldur utan 7. nóvember og mun því geta æft saman í Grikklandi í nokkra daga fyrir leikina. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, fyrir ári síðan, og er á botni riðilsins.
Íslenski hópurinn:
Nafn · Félag (landsleikir)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (2)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (4)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (Nýliði)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (20)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (21)
Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (32)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (4)
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík (Nýliði)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (2)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester, England (19)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (53)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (17)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvarnafulltrúi: Guðbjörg Elíasdóttir Norðfjörð
Liðsstjórn: Kristinn Geir Pálsson