Áfengisneysla aldraða og úrræðaleysi Aníta Runólfsdóttir skrifar 27. október 2020 09:30 Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama. Hvað er til ráða? Ekkert. Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni. Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn. Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Eldri borgarar Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem heilbrigðisþjónustan okkar er undir miklu álagi. Við erum að kljást við heimsfaraldur. Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma þá hættir öldruðum ekki að veikjast. Ég hef komist að því að aldraðir sem glíma við vímuefnavanda standa höllum fæti í samfélaginu. Heilbrigðiskerfið okkar grípur þessa einstaklinga ekki. Við lifum á tímum þar sem gert er ráð fyrir að aldraðir einstaklingar sem ánetjast vímuefnum á eldri árum eigi langa sögu innan kerfisins. Þegar sannleikurinn er sá að það eru einstaklingar sem eiga við vímuefnavanda að etja og leita sér ekki aðstoðar fyrr en vandinn er orðin djúpstæður og farin að draga dilk á eftir sér. Jafnvel er einstaklingurinn farin að vera sjálfum sér og öðrum til ama. Hvað er til ráða? Ekkert. Hann er ekki tilbúinn til að hætta, vill það ekki en langar heldur ekki að líða svona ílla. Hann mætir til heimilislæknis sem vísar málinu áfram til öldrunarlækninga þar sem sálræn líðan er farin að líða fyrir lífernið. Þar fær hann neitun um áframhaldandi stuðning fyrr en hann hefur verið þurr í þrjá mánuði. Það gengur ekki upp. Óraunhæft með öllu. Aðstandendur leita ráða og eina sem í boði er, að sækja um á sjúkrahúsinu Vogi í afeitrun. En einstaklingurinn vill ekki afeitrun. Hann vill stuðning. Stuðning við að lifa af. Það vantar heildræna nálgun, meira utanumhald og stuðning fyrir aldraða einstaklinga sem eru í raunverulegri hættu vegna einangrunar og vanlíðunnar. Lausnin væri að efla geðheilbrigðiskerfið fyrir aldraða, sama hvort vandamálið kemur upp snemma eða seint á lífsleiðinni. Við eigum öll rétt á sömu þjónustu. Við þurfum að horfast í augun við að þetta er nútíminn. Höfundur er sjúkraliði, félagsráðgjafanemi og aðstandendi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar