Vörpum ekki ávinningnum fyrir róða Andrés Magnússon skrifar 29. október 2020 09:31 Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun