Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 12:16 Johnny Depp hefur verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood síðustu árin eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Getty Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum.
Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23