Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:47 Lárus Sigurður Lárusson er héraðsdómslögmaður og mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum á næsta ári. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun." Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15