Kvennahrellir sleppur við gæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 09:10 Frá Landsrétti í Kópavogi þar sem úrskurðurinn var felldur úr gildi á þriðjudag. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira