Stærsta lýðheilsumálið - allt íþróttastarf undir Sólveig Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun