Nóvember 2020 Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:01 Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun