Nóvember 2020 Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:01 Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar