Sköpum skemmtilegri foreldra! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar