Vilja stjórnvöld ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar? Vilhjálmur Birgisson skrifar 11. nóvember 2020 08:31 Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna. Fram kom í máli forstjórans að 100 störf myndu skapast á byggingartímanum og 40 varanleg störf og annað eins í afleiddum störfum. Það kom einnig fram í tilkynningu frá Norðuráli að það eina sem fyrirtækið þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika væri framtíðarsýn í raforkumálum. Þar var fyrirtækið að horfa til raforkusamnings til 10 til 20 ára á því meðalverði sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 sem var um 24 dollarar fyrir MW stundina. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þetta meðalverð upp á 24 dollara tryggði Landsvirkjun á árinu 2019 hagnað sem nam um 14 milljörðum og niðurgreiðslu á skuldum fyrir 24,3 milljarða og ekki bara það heldur gat Landsvirkjun einnig greitt ríkinu 4 milljarða í arðgreiðslu. Nú virðist blasa við að lítið sem ekkert er að gerast í þessu máli og umtalsverðar líkur eru á því að við séum að glata frá okkur 14 milljarða fjárfestingu, sem og fjölda starfa á byggingartíma og til framtíðar. Hvernig má þetta aðgerðaleysi stjórnvalda sem lýtur að 14 milljarða fjárfestingu vera að eiga sér stað á sama tíma og það stefnir í að 25 þúsund manns verði án atvinnu og að halli ríkissjóðs geti numið samanlagt uppundir 600 milljörðum á árunum 2020 og 2021 og 900 milljörðum í heildina til ársins 2025? Hvað með orð stjórnvalda um að við þurfum að framleiða meira og við þurfum kröftuga viðspyrnu til að vinna okkur úr þessari efnahagslægð sem við erum nú í vegna COVID. Það vita allir sem vita vilja að til að hægt sé að reka íslenskt samfélag með góða heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi þurfum við öflugar og kröftugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist á þremur megin stoðum, það er ferðaþjónustunni, orkufrekum iðnaði og sjávarútveginum. En nú stöndum við frammi fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn er um þessar mundir í öndunarvél, enda hefur tekjufallið vegna COVID þurrkað tekjustofna fjölmargra fyrirtækja upp. Þessu til viðbótar er PCC á Bakka í hjartastoppi, enda búið að slökkva á báðum ofnum fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er keyrt áfram á einungis 85% afköstum og yfirvofandi er hótun eigenda fyrirtækisins um að álverinu verði lokað fyrir fullt og allt. Þessu til viðbótar eru rekstrarforsendur Elkem Ísland á Grundartanga afar erfiðar um þessar mundir eftir töluverða hækkun á nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Á sama tíma og tvær af þremur grunnstoðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar eru í verulegum vandræðum eins og hér að framan greinir, er öskrað úr öllum áttum að ríkið eigi að gera þetta og hitt og það vanti fjármagn allstaðar. Hvernig eigum við sem þjóð að standa undir velferð þjóðarinnar þegar það er að molna undan tveimur af gjaldeyrisöflunargreinum okkar? Önnur er í vandræðum vegna COVID en hin grunnstoðin er í vandræðum af mannavöldum. Að þessu öllu sögðu er óskiljanlegt að ekkert gerist í ljósi þess að fyrirtækið Norðurál er tilbúið að ráðast í 14 milljarða framkvæmd innan nokkurra vikna með öllum þeim jákvæðu margfeldisáhrifum á hagkerfið sem það hefur í för með sér. Maður spyr sig, vita stjórnvöld og þingmenn að í dag eru 175 MW af raforku að renna ónotuð til sjávar, allt vegna þess að verðlagning Landsvirkjunar hefur gert það að verkum að rekstrarskilyrði stóriðjufyrirtækja hafa snarversnað á liðnum árum og misserum. Er það virkilega þannig að ríkisfyrirtæki í eigi almennings er að horfa á eftir 175 MW renna ónotuðum til sjávar, sem nemur að andvirði allt að 5 milljörðum, en Það er hærri upphæð en auðlindagjöld í sjávarútvegi nema á árinu 2020. Ætla stjórnvöld að láta það átölulaust að Landsvirkjun með græðgivæðingu sinni ógni lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilu byggðarlaganna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði? Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? Og hvar er Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis? Eiga þessir kjörnu fulltrúar ekki að vera að gæta að hagsmunum kjördæmisins? Það er gunnskylda stjórnvalda að tryggja búsetu og stuðla að atvinnuöryggi handa fólkinu í landinu, en ekki láta ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilla byggðarlaga með skelfilegum afleiðingum fyrir alla þá sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði sem og samfélagið allt. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Akranes Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna. Fram kom í máli forstjórans að 100 störf myndu skapast á byggingartímanum og 40 varanleg störf og annað eins í afleiddum störfum. Það kom einnig fram í tilkynningu frá Norðuráli að það eina sem fyrirtækið þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika væri framtíðarsýn í raforkumálum. Þar var fyrirtækið að horfa til raforkusamnings til 10 til 20 ára á því meðalverði sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 sem var um 24 dollarar fyrir MW stundina. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þetta meðalverð upp á 24 dollara tryggði Landsvirkjun á árinu 2019 hagnað sem nam um 14 milljörðum og niðurgreiðslu á skuldum fyrir 24,3 milljarða og ekki bara það heldur gat Landsvirkjun einnig greitt ríkinu 4 milljarða í arðgreiðslu. Nú virðist blasa við að lítið sem ekkert er að gerast í þessu máli og umtalsverðar líkur eru á því að við séum að glata frá okkur 14 milljarða fjárfestingu, sem og fjölda starfa á byggingartíma og til framtíðar. Hvernig má þetta aðgerðaleysi stjórnvalda sem lýtur að 14 milljarða fjárfestingu vera að eiga sér stað á sama tíma og það stefnir í að 25 þúsund manns verði án atvinnu og að halli ríkissjóðs geti numið samanlagt uppundir 600 milljörðum á árunum 2020 og 2021 og 900 milljörðum í heildina til ársins 2025? Hvað með orð stjórnvalda um að við þurfum að framleiða meira og við þurfum kröftuga viðspyrnu til að vinna okkur úr þessari efnahagslægð sem við erum nú í vegna COVID. Það vita allir sem vita vilja að til að hægt sé að reka íslenskt samfélag með góða heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi þurfum við öflugar og kröftugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist á þremur megin stoðum, það er ferðaþjónustunni, orkufrekum iðnaði og sjávarútveginum. En nú stöndum við frammi fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn er um þessar mundir í öndunarvél, enda hefur tekjufallið vegna COVID þurrkað tekjustofna fjölmargra fyrirtækja upp. Þessu til viðbótar er PCC á Bakka í hjartastoppi, enda búið að slökkva á báðum ofnum fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er keyrt áfram á einungis 85% afköstum og yfirvofandi er hótun eigenda fyrirtækisins um að álverinu verði lokað fyrir fullt og allt. Þessu til viðbótar eru rekstrarforsendur Elkem Ísland á Grundartanga afar erfiðar um þessar mundir eftir töluverða hækkun á nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Á sama tíma og tvær af þremur grunnstoðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar eru í verulegum vandræðum eins og hér að framan greinir, er öskrað úr öllum áttum að ríkið eigi að gera þetta og hitt og það vanti fjármagn allstaðar. Hvernig eigum við sem þjóð að standa undir velferð þjóðarinnar þegar það er að molna undan tveimur af gjaldeyrisöflunargreinum okkar? Önnur er í vandræðum vegna COVID en hin grunnstoðin er í vandræðum af mannavöldum. Að þessu öllu sögðu er óskiljanlegt að ekkert gerist í ljósi þess að fyrirtækið Norðurál er tilbúið að ráðast í 14 milljarða framkvæmd innan nokkurra vikna með öllum þeim jákvæðu margfeldisáhrifum á hagkerfið sem það hefur í för með sér. Maður spyr sig, vita stjórnvöld og þingmenn að í dag eru 175 MW af raforku að renna ónotuð til sjávar, allt vegna þess að verðlagning Landsvirkjunar hefur gert það að verkum að rekstrarskilyrði stóriðjufyrirtækja hafa snarversnað á liðnum árum og misserum. Er það virkilega þannig að ríkisfyrirtæki í eigi almennings er að horfa á eftir 175 MW renna ónotuðum til sjávar, sem nemur að andvirði allt að 5 milljörðum, en Það er hærri upphæð en auðlindagjöld í sjávarútvegi nema á árinu 2020. Ætla stjórnvöld að láta það átölulaust að Landsvirkjun með græðgivæðingu sinni ógni lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilu byggðarlaganna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði? Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? Og hvar er Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis? Eiga þessir kjörnu fulltrúar ekki að vera að gæta að hagsmunum kjördæmisins? Það er gunnskylda stjórnvalda að tryggja búsetu og stuðla að atvinnuöryggi handa fólkinu í landinu, en ekki láta ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilla byggðarlaga með skelfilegum afleiðingum fyrir alla þá sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði sem og samfélagið allt. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun