Handbolti

Bjarni Ófeigur til Svíþjóðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarni Ófeigur í leik með FH.
Bjarni Ófeigur í leik með FH. Vísir/Daniel Thor

Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson mun ganga í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Skövde eftir að liðið náði samkomulagi við FH um kaup á leikmanninum.

Bjarni Ófeigur var einn af lykilmönnum FH sem tryggði sér bikarmeistaratitilinn á síðasta ári eftir 25 ára bið.

„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við IKF Skövde enda virkilega flottur og metnaðarfullur klúbbur. Að sama skapi mun ég sakna FH-liðsins og vona svo sannarlega að strákarnir klári tímabilið með stæl,“ sagði Bjarni Ófeigur um félagaskiptin.

„Tíminn minn hjá FH hefur verið frábær enda er FH klúbbur þar sem fagmennskan er í hávegum höfð, hvort sem litið er til aðstöðu, umgjörð, þjálfun eða hvert sem er. Bikarmeistaratitillinn í fyrra stendur sérstaklega upp úr ,“ sagði Bjarni einnig.

Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, þakkar Bjarna fyrir veru sína hjá félaginu og segir FH-inga ánægða með að hann fái nú tækifæri í enn stærri deild þó það sé slæmt að missa hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×