Óttast meiri smithættu í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í þeim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:05 Það var nokkuð margt um manninn í Smáralind í dag enda jólavertíðin að hefjast. Vísir/Sunna Karen Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira