Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:02 Allar verslanir Haga, þar á meðal Bónus og Hagkaup, ásamt Krónunni og Elko verða áfram með grímuskyldu fyrir alla, líka þá sem lokið hafa Covid-einangrun. Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04