Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 14:01 Júlíus Geirmundsson lagði úr höfn áður en niðurstöður úr sýnatökum lágu fyrir. Fjöldi skipverja veiktist í túrnum og í ljós kom að 22 af 25 voru smitaðir af kórónuveirunni eða voru með mótefni í blóði. Vísir/Hafþór Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Greint var frá því á föstudag að Héraðsdómur Reykjaness hefði ákveðið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. Tuttugu og tveir úr tuttugu og fimm manna áhöfn greindist smitaður eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu frá Sveini Geir, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eisn og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Greint var frá því á föstudag að Héraðsdómur Reykjaness hefði ákveðið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. Tuttugu og tveir úr tuttugu og fimm manna áhöfn greindist smitaður eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu frá Sveini Geir, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eisn og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02
Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55