Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 14:01 Júlíus Geirmundsson lagði úr höfn áður en niðurstöður úr sýnatökum lágu fyrir. Fjöldi skipverja veiktist í túrnum og í ljós kom að 22 af 25 voru smitaðir af kórónuveirunni eða voru með mótefni í blóði. Vísir/Hafþór Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Greint var frá því á föstudag að Héraðsdómur Reykjaness hefði ákveðið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. Tuttugu og tveir úr tuttugu og fimm manna áhöfn greindist smitaður eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu frá Sveini Geir, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eisn og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. Hann sakar stéttarfélag sitt og áhafnarinnar um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir sér með sjóprófi. Greint var frá því á föstudag að Héraðsdómur Reykjaness hefði ákveðið að sjópróf skuli fara fram vegna hópsýkingarinnar um borð í togaranum. Tuttugu og tveir úr tuttugu og fimm manna áhöfn greindist smitaður eða með mótefni fyrir kórónuveirunni. Skipið hélt áfram veiðum í þrjá vikur þrátt fyrir að skipverjar hefðu veikst snemma í túrnum. Í yfirlýsingu frá Sveini Geir, sem hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um atburðina um borð, kemur fram að hann hafi stöðu sakbornings. Hann hafi veitt lögreglu allar upplýsingar sem hún hafi óskað eftir. Lögregla hafi þannig undir höndum afrit af skipsdagbók og þá hafi hann gefið skýrslu í málinu. „Bíð ég nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar, en ég vænti þess að þar muni ég njóta sannmælis og réttlátrar málsmeðferðar eins og lög bjóða,“ segir í yfirlýsingunni sem lögmaður Sveins Geirs sendi fyrir hönd hans til Vísis. Segir félögin vilja auðmýkja sig opinberlega Skipstjórinn fer hörðum orðum um verkalýðsfélag sitt og áhafnarinnar en þau kærðu Hraðfrystihúsið Gunnvör vegna meðferðar þess á áhöfn Júlíusar Geirmundssonar og kröfðust sjóprófs. Verkalýðsfélag Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að kærunni. Sakar Sveinn Geir félögin um að ætla að halda „opinber réttarhöld“ yfir sér og „opinberlega smána“ sig. „Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinbera auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir Sveinn Geir í yfirlýsingu sinni. Segist hann tilbúinn að ræða við félögin um leiðir til þess að bæta öryggi sjómanna ef markmiðið sé samvinna en ekki að „smána og niðurlægja opinberlega“. Þungbært að sitja undir ásökunum Hafnar skipstjórinn því í yfirlýsingu sinni að hann hafi stofnað áhöfninni í hættu viljandi eða neytt veika menn til að vinna. Honum hafi verið þungbært að komast að því að smitin sem komu upp um borð hafi verið kórónuveirusmit. Þá sé honum þungbært að sitja undir ásökunum og kærum. „En ég mun ekki víkja mér undan ábyrgð í málinu og ég get gert mistök eisn og aðrir menn,“ segir Sveinn Geir sem ætlar ekki að tjá sig frekar á meðan lögregla rannsakar málið. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sagði að réttum verkferlum hefði ekki verið fylgt þegar veikindin komu upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. „Ég get ekki útskýrt það. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það. Það hefði verið rétt að fara í land en þetta var bara svona,“ sagði Einar Valur þegar hann var spurður út í fréttir um að skipstjórinn hefði sett skipverja í einangrun í þrjá daga og jafnvel saman í káetu.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. 26. október 2020 21:02
Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55