Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 15:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fagnar nýjustu fréttum af bóluefni við kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það veiti lyfjaframleiðandanum Moderna byr í seglin að nýtt bóluefni fyrirtækisins virðist geymast í venjulegum ísskáp. Bóluefni lyfjafyrirtækisins Pfizer, hitt bóluefnið sem komið hefur fram og virðist gefa góða raun, þarf að geymast við um 80 stiga frost. Hann segir þó að bæði bóluefnin virðist afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. Moderna, bandarískt lyfjafyrirtæki, tilkynnti í dag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 94,5 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum og er gefið í tveimur skömmtum. Niðurstöðurnar voru kynntar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer kynnti sínar niðurstöður; bóluefni sem veitir 90 prósent vörn. „Ef þetta reynist rétt, þá eru þetta alveg firnagóðar fréttir,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi, inntur eftir fyrstu viðbrögðum við fregnum af nýju bóluefni Moderna. „Ég legg áherslu á að munurinn á 90 prósent og 95 prósent virkni er náttúrulega enginn. Þetta eru bóluefni sem eru bæði afskaplega góð,“ segir Kári. „Góðu fréttirnar eru þær að nú verður til miklu meira af góðu bóluefni og við þurfum þá ekki eingöngu að reiða okkur á bóluefni frá Pfizer. Þetta eykur mikið líkurnar á því að fyrir mitt næsta ár verði búið að kveða þessa veiru í kútinn. Þannig að þetta er ástæða til að varpa höndum til himins og fagna“ Bóluefni Moderna og Pfizer eru bæði svokölluð RNA-bóluefni og búin til á svipaðan máta, að sögn Kára. „Þetta eru ekki bara góð bóluefni sem eru búin til mjög hratt heldur búin til á mjög „fancy“ hátt og eru dæmi um það hvað þessi nýja tækni er að skila okkur flottum hlutum hratt og vel.“ Geymsluþolið bitamunur en ekki fjár Miðað við fyrstu niðurstöður rannsókna á báðum bóluefnum virðist einn helsti munurinn liggja í geymsluþolinu. Þannig þarf að geyma bóluefni Pfizer við 70 til 80 gráðu frost en Moderna-efnið geymist við 20 gráðu frost í allt að hálft ár – og er jafnframt sagt geymast í hefðbundnum ísskáp í allt að mánuð. „Hvorugt þessara efna er búið að vera til mjög lengi. Það er ekki búið að rannsaka geymsluþol þeirra, þannig að, jú, þeir hjá Moderna segja að það hafi enst þeim í nokkrar vikur án þess að vera kælt niður í mínus 80 gráður. En það þýðir hins vegar ekki að þegar líði fram á næsta ár verði hægt að ganga að því sem gefnu að ekki þurfi að kæla það betur. Ég held að sá munur á þessum bóluefnum komi til með að reynast bitamunur en ekki fjár,“ segir Kári. En það er talað um að Moderna-efnið geti verið geymt í venjulegum ísskáp í allt að mánuð, hefur það ekki einhverja þýðingu? „Jú, það hefur þýðingu. Og ég er alveg handviss um að Pfizer-mennirnir koma til með að breyta þessum skilmálum. Í báðum tilfellum erum við að tala um RNA, og RNA er ekki mjög stabílt, hefur tilhneigingu til að brotna niður auðveldlega, og þess vegna verður að hyggja mjög vendilega að því hvernig það er geymt. En auðvitað fær Moderna smá byr í seglin með því að geta sagt: „Við getum geymt þetta í venjulegum ísskáp í heilan mánuð“.“ Átt við ystu mörk mannlegs fjölbreytileika Nú eru þessi tvö efni sögð veita svona mikla vörn en það eru þó alltaf settir ákveðnir fyrirvarar. Eru einhverjar líkur á því að það verði einhver grundvallarbreyting á þessum niðurstöðum? „Það er alltaf smá möguleiki þegar menn fara að grafa dýpra ofan í gögn að eitthvað finnist sem sást ekki við að gjóta augum á yfirborð. En í þessu tilfelli, af því að menn eru búnir að vera svo einbeittir í að horfa á þetta, þá finnst mér mjög ólíklegt að niðurstöður af þessu breytist,“ segir Kári. „En þegar þú byrjar að bólusetja milljónir manna með bóluefni þá ertu farinn að eiga við ystu mörk af mannlegum fjölbreytilega. Ef þú bólusetur milljarð manns þá er ekkert ólíklegt að einhverjir fái aukaverkanir, bara af því að þá ertu að tína til fólk sem er kannski með ónæmiskerfi sem er annað hvort miklu, miklu kröftugra en ónæmiskerfið í meðalmanninum eða miklu máttlausara. Þannig að það hlýtur ýmislegt að gerast þegar er ráðist á svona stóran hóp af fólki eins og verður gert með þessu bóluefni. En þetta eru hátíðarfréttir og maður gleðst mikið yfir þessu.“ Náð utan um pestina fyrir mitt næsta ár Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og væntanleg á markað. Íslandi er tryggður aðgangur að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem hefur átt í viðræðum við Moderna um kaup á 80 milljón skömmtum síðan í sumar. „Árangursríkum viðræðum“ ESB við Moderna lauk fyrir nokkru en ekki hefur verið skrifað undir samning. Samningar hafa verið undirritaðir við fjóra framleiðanda; Pfizer og BioNTech, Janssen Pharmaceutica, AstraZeneca og Sanofi og GSK. Aðeins Pfizer og Moderna hafa hingað til opinberað niðurstöður vel heppnaðra rannsókna sinna. Þegar var greint frá því í dag að Moderna stefndi að því að fá leyfi fyrir bóluefni sínu í Bandaríkjunum á næstu vikum og koma 20 milljón skömmtum í dreifingu í landinu eins fljótt og auðið er. Þá eru vonir bundnar við að allt að milljarði skammta verði dreift um allan heim á næsta ári. „Það sem ég sé fyrir mér, ósköp einfaldlega, er að það verði búið að ná býsna vel utan um þessa pest fyrir mitt næsta ár. Og þú getur rétt ímyndað þér hvaða máli það skiptir fyrir okkur sem þjóð á þessu skeri og heiminn sem við búum í,“ segir Kári. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári. 16. nóvember 2020 13:09 Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna. 16. nóvember 2020 12:08 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það veiti lyfjaframleiðandanum Moderna byr í seglin að nýtt bóluefni fyrirtækisins virðist geymast í venjulegum ísskáp. Bóluefni lyfjafyrirtækisins Pfizer, hitt bóluefnið sem komið hefur fram og virðist gefa góða raun, þarf að geymast við um 80 stiga frost. Hann segir þó að bæði bóluefnin virðist afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. Moderna, bandarískt lyfjafyrirtæki, tilkynnti í dag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 94,5 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum og er gefið í tveimur skömmtum. Niðurstöðurnar voru kynntar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer kynnti sínar niðurstöður; bóluefni sem veitir 90 prósent vörn. „Ef þetta reynist rétt, þá eru þetta alveg firnagóðar fréttir,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísi, inntur eftir fyrstu viðbrögðum við fregnum af nýju bóluefni Moderna. „Ég legg áherslu á að munurinn á 90 prósent og 95 prósent virkni er náttúrulega enginn. Þetta eru bóluefni sem eru bæði afskaplega góð,“ segir Kári. „Góðu fréttirnar eru þær að nú verður til miklu meira af góðu bóluefni og við þurfum þá ekki eingöngu að reiða okkur á bóluefni frá Pfizer. Þetta eykur mikið líkurnar á því að fyrir mitt næsta ár verði búið að kveða þessa veiru í kútinn. Þannig að þetta er ástæða til að varpa höndum til himins og fagna“ Bóluefni Moderna og Pfizer eru bæði svokölluð RNA-bóluefni og búin til á svipaðan máta, að sögn Kára. „Þetta eru ekki bara góð bóluefni sem eru búin til mjög hratt heldur búin til á mjög „fancy“ hátt og eru dæmi um það hvað þessi nýja tækni er að skila okkur flottum hlutum hratt og vel.“ Geymsluþolið bitamunur en ekki fjár Miðað við fyrstu niðurstöður rannsókna á báðum bóluefnum virðist einn helsti munurinn liggja í geymsluþolinu. Þannig þarf að geyma bóluefni Pfizer við 70 til 80 gráðu frost en Moderna-efnið geymist við 20 gráðu frost í allt að hálft ár – og er jafnframt sagt geymast í hefðbundnum ísskáp í allt að mánuð. „Hvorugt þessara efna er búið að vera til mjög lengi. Það er ekki búið að rannsaka geymsluþol þeirra, þannig að, jú, þeir hjá Moderna segja að það hafi enst þeim í nokkrar vikur án þess að vera kælt niður í mínus 80 gráður. En það þýðir hins vegar ekki að þegar líði fram á næsta ár verði hægt að ganga að því sem gefnu að ekki þurfi að kæla það betur. Ég held að sá munur á þessum bóluefnum komi til með að reynast bitamunur en ekki fjár,“ segir Kári. En það er talað um að Moderna-efnið geti verið geymt í venjulegum ísskáp í allt að mánuð, hefur það ekki einhverja þýðingu? „Jú, það hefur þýðingu. Og ég er alveg handviss um að Pfizer-mennirnir koma til með að breyta þessum skilmálum. Í báðum tilfellum erum við að tala um RNA, og RNA er ekki mjög stabílt, hefur tilhneigingu til að brotna niður auðveldlega, og þess vegna verður að hyggja mjög vendilega að því hvernig það er geymt. En auðvitað fær Moderna smá byr í seglin með því að geta sagt: „Við getum geymt þetta í venjulegum ísskáp í heilan mánuð“.“ Átt við ystu mörk mannlegs fjölbreytileika Nú eru þessi tvö efni sögð veita svona mikla vörn en það eru þó alltaf settir ákveðnir fyrirvarar. Eru einhverjar líkur á því að það verði einhver grundvallarbreyting á þessum niðurstöðum? „Það er alltaf smá möguleiki þegar menn fara að grafa dýpra ofan í gögn að eitthvað finnist sem sást ekki við að gjóta augum á yfirborð. En í þessu tilfelli, af því að menn eru búnir að vera svo einbeittir í að horfa á þetta, þá finnst mér mjög ólíklegt að niðurstöður af þessu breytist,“ segir Kári. „En þegar þú byrjar að bólusetja milljónir manna með bóluefni þá ertu farinn að eiga við ystu mörk af mannlegum fjölbreytilega. Ef þú bólusetur milljarð manns þá er ekkert ólíklegt að einhverjir fái aukaverkanir, bara af því að þá ertu að tína til fólk sem er kannski með ónæmiskerfi sem er annað hvort miklu, miklu kröftugra en ónæmiskerfið í meðalmanninum eða miklu máttlausara. Þannig að það hlýtur ýmislegt að gerast þegar er ráðist á svona stóran hóp af fólki eins og verður gert með þessu bóluefni. En þetta eru hátíðarfréttir og maður gleðst mikið yfir þessu.“ Náð utan um pestina fyrir mitt næsta ár Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og væntanleg á markað. Íslandi er tryggður aðgangur að bóluefni í gegnum Evrópusambandið, sem hefur átt í viðræðum við Moderna um kaup á 80 milljón skömmtum síðan í sumar. „Árangursríkum viðræðum“ ESB við Moderna lauk fyrir nokkru en ekki hefur verið skrifað undir samning. Samningar hafa verið undirritaðir við fjóra framleiðanda; Pfizer og BioNTech, Janssen Pharmaceutica, AstraZeneca og Sanofi og GSK. Aðeins Pfizer og Moderna hafa hingað til opinberað niðurstöður vel heppnaðra rannsókna sinna. Þegar var greint frá því í dag að Moderna stefndi að því að fá leyfi fyrir bóluefni sínu í Bandaríkjunum á næstu vikum og koma 20 milljón skömmtum í dreifingu í landinu eins fljótt og auðið er. Þá eru vonir bundnar við að allt að milljarði skammta verði dreift um allan heim á næsta ári. „Það sem ég sé fyrir mér, ósköp einfaldlega, er að það verði búið að ná býsna vel utan um þessa pest fyrir mitt næsta ár. Og þú getur rétt ímyndað þér hvaða máli það skiptir fyrir okkur sem þjóð á þessu skeri og heiminn sem við búum í,“ segir Kári.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári. 16. nóvember 2020 13:09 Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna. 16. nóvember 2020 12:08 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári. 16. nóvember 2020 13:09
Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna. 16. nóvember 2020 12:08
Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31