Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:01 Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen. Stjórnarráðið Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. Ása Ólafsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og framhaldsnámi í lögfræði frá Cambridge-háskóla árið 2000. Hún starfaði að námi loknu sem lögmaður um árabil og hefur flutt fjölda mála fyrir dómstólum. Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands árið 2005. Frá árinu 2008 hefur Ása lengst af gegnt fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands, þar af sem dósent frá árinu 2012 og prófessor frá 2018. Þá hefur hún sinnt umfangsmiklum fræðastörfum, einkum á sviði fjármunaréttar og réttarfars. Ása var settur dómari við Landsrétt 25. febrúar-30. júní 2020 og að auki hefur hún sinnt fjölmörgum öðrum störfum, svo sem formennsku í gjafsóknarnefnd og óbyggðanefnd, og komið að því að semja fjölda lagafrumvarpa. Björg Thorarensen lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991 og framhaldsnámi í lögfræði frá Edinborgarháskóla árið 1993. Hún starfaði í dómsmálaráðuneytinu um árabil að námi loknu, þar af sem skrifstofustjóri um sex ára skeið. Frá árinu 2002 hefur Björg verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og samhliða því sinnt umfangsmiklum fræðastörfum, einkum á sviði stjórnskipunaréttar og mannréttinda, en einnig á sviði þjóðaréttar, persónuverndarréttar, stjórnsýsluréttar og sakamálaréttarfars. Björg var settur dómari við Landsrétt 1. janúar–30. júní 2020 og að auki hefur hún sinnt fjölmörgum öðrum störfum, þ. á m. sem umboðsmaður ríkisstjórnar Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu og sem formaður stjórnar Persónuverndar um árabil. „Mikilvægt skref í jafnræðisátt“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu um skipanirnar á Facebook-síðu sinni í dag að um sé að ræða mikilvægt skref í jafnræðisátt, þar sem nú verði þrír af sjö dómurum við Hæstarétt konur. „Það er fagnaðarefni að slíkt gerist á 100. afmælisári Hæstaréttar Íslands,“ skrifar Áslaug og rifjar af þessu tilefni upp lokaorð ræðu sinnar sem hún flutti á afmælishátíð réttarins 16. febrúar. „Þótt margt hafi þróast til betri vegar í störfum og starfsumhverfi Hæstaréttar á liðnum árum og áratugum verður ekki hjá því komist að nefna hve seint og illa hefur reynst að tryggja jafnræði kynjanna meðal dómara réttarins. Kona var fyrst skipuð dómari við Hæstarétt árið 1986 en það var Guðrún Erlendsdóttir. Á 100 ára afmælinu eru aðeins 2 dómarar af 7 konur. Á árum áður voru karlar vissulega mun fleiri en konur í hópi lögfræðinga. Sú staða hefur gjörbreyst. Konur eru nú mjög áberandi á meðal lögmanna, dómara og kennara í lagadeildum háskólanna. Vonandi kemur til þess fyrr en síðar að staðan verði jafnari hvað varðar dómaraskipun við æðsta dómstól þjóðarinnar.“ Dómstólar Vistaskipti Tengdar fréttir Öll sem sóttu um embætti Hæstaréttardómara jafn hæf Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að allir sex sem sóttu um tvö laus embætti í Hæstarétti séu jafn hæfir. 5. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. Ása Ólafsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og framhaldsnámi í lögfræði frá Cambridge-háskóla árið 2000. Hún starfaði að námi loknu sem lögmaður um árabil og hefur flutt fjölda mála fyrir dómstólum. Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands árið 2005. Frá árinu 2008 hefur Ása lengst af gegnt fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands, þar af sem dósent frá árinu 2012 og prófessor frá 2018. Þá hefur hún sinnt umfangsmiklum fræðastörfum, einkum á sviði fjármunaréttar og réttarfars. Ása var settur dómari við Landsrétt 25. febrúar-30. júní 2020 og að auki hefur hún sinnt fjölmörgum öðrum störfum, svo sem formennsku í gjafsóknarnefnd og óbyggðanefnd, og komið að því að semja fjölda lagafrumvarpa. Björg Thorarensen lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991 og framhaldsnámi í lögfræði frá Edinborgarháskóla árið 1993. Hún starfaði í dómsmálaráðuneytinu um árabil að námi loknu, þar af sem skrifstofustjóri um sex ára skeið. Frá árinu 2002 hefur Björg verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og samhliða því sinnt umfangsmiklum fræðastörfum, einkum á sviði stjórnskipunaréttar og mannréttinda, en einnig á sviði þjóðaréttar, persónuverndarréttar, stjórnsýsluréttar og sakamálaréttarfars. Björg var settur dómari við Landsrétt 1. janúar–30. júní 2020 og að auki hefur hún sinnt fjölmörgum öðrum störfum, þ. á m. sem umboðsmaður ríkisstjórnar Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu og sem formaður stjórnar Persónuverndar um árabil. „Mikilvægt skref í jafnræðisátt“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu um skipanirnar á Facebook-síðu sinni í dag að um sé að ræða mikilvægt skref í jafnræðisátt, þar sem nú verði þrír af sjö dómurum við Hæstarétt konur. „Það er fagnaðarefni að slíkt gerist á 100. afmælisári Hæstaréttar Íslands,“ skrifar Áslaug og rifjar af þessu tilefni upp lokaorð ræðu sinnar sem hún flutti á afmælishátíð réttarins 16. febrúar. „Þótt margt hafi þróast til betri vegar í störfum og starfsumhverfi Hæstaréttar á liðnum árum og áratugum verður ekki hjá því komist að nefna hve seint og illa hefur reynst að tryggja jafnræði kynjanna meðal dómara réttarins. Kona var fyrst skipuð dómari við Hæstarétt árið 1986 en það var Guðrún Erlendsdóttir. Á 100 ára afmælinu eru aðeins 2 dómarar af 7 konur. Á árum áður voru karlar vissulega mun fleiri en konur í hópi lögfræðinga. Sú staða hefur gjörbreyst. Konur eru nú mjög áberandi á meðal lögmanna, dómara og kennara í lagadeildum háskólanna. Vonandi kemur til þess fyrr en síðar að staðan verði jafnari hvað varðar dómaraskipun við æðsta dómstól þjóðarinnar.“
Dómstólar Vistaskipti Tengdar fréttir Öll sem sóttu um embætti Hæstaréttardómara jafn hæf Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að allir sex sem sóttu um tvö laus embætti í Hæstarétti séu jafn hæfir. 5. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Sjá meira
Öll sem sóttu um embætti Hæstaréttardómara jafn hæf Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að allir sex sem sóttu um tvö laus embætti í Hæstarétti séu jafn hæfir. 5. nóvember 2020 21:56