Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2020 22:11 Hörður Gíslason sýnir fjöldagröfina, sem er við bakhlið Útskálakirkju í Garði. Hér hvíla 89 menn. Arnar Halldórsson Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn: Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn:
Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira