Meghan Markle missti fóstur í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:29 Meghan Markle, hertogaynja af Sussex. Getty/Max Mumby Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira