Ómaklega að frumkvöðlum vegið í matarkörfumálinu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2020 13:54 Finnbogi Magnússon segir það afleitt ef frumkvöðlar, sem eru að vinna óeigingjarnt og mikilvægt starf, séu hafðir fyrir rangri sök og starf þeirra tengt lobbíisma og mútum. Finnbogi Magnússon formaður Landbúnaðarklasans segir ósanngjarnt að tengja frumkvöðla við mútur og lobbíisma. „Ég er miður mín. Þetta hefur allt lent í öfugu samhengi,“ segir Finnbogi Magnússon formaður Landbúnaðarklasans í samtali við Vísi. Finnbogi segir afleitt ef frumkvöðlar lendi að ósekju í umræðu um mútur og lobbíisma; það hafi aldrei verið uppleggið með körfunni sem Landbúnaðarklasinn sendi á þingflokkana. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var birti mynd af körfunni á Facebook en Sunna Gunnars Marteinsdóttir, kærasta hans, er varaformaður Landbúnaðarklasans. Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður 6. júní 2014. Á vefsíðu hans segir að hugmyndin með klasanum sé að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi. Hugmyndin er tilkomin frá Bændasamtökunum sem vildi breyta umtali um íslenskan landbúnað. Finnbogi segir að Landbúnaðarklasinn sé ekkert endilega eindreginn stuðningsmaður núverandi kerfis og fyrirkomulags, heldur sé þar einmitt verið að leggja áherslu á frumkvöðlastarf. Og þá til að vekja athygli á nýsköpun sem svo sárlega vantar í landbúnaðinn. Það að senda körfuna á þingflokkana hafi verið til að vekja sérstaka athygli á uppskeruhátíð – viðskiptahraðli Til sjávar og sveita. Þessi uppskeruhátíð matarfrumkvöðla hófst nú fyrir stundu og er á netinu. Óeigingjarnt og mikilvægt frumkvöðlastarf Afar ómaklegt sé að tengja spillingu við óeigingjarnt, mikið og mikilvægt starf þar sem vonin býr. „Við vorum að reyna að aðstoða frumkvöðla við að koma hugmyndum þeirra á framfæri. Þetta er „start up“, verið að vinna að verkefnum sem fólk brennur fyrir, fólk sem er að gera spennandi hluti og skapa eitthvað fyrir okkur öll. Eitthvað sem við þurfum svo sárlega á að halda,“ segir Finnbogi sem telur að umræðan um matarkörfurnar hafi lent í afar óheppilegan farveg. Landbúnaðarklasinn eru grasrótarsamtök fyrirtækja sem hafa það efst á baugi að hjálpa frumkvöðlum. Karfan var hugsuð til að vekja athygli á áðurnefndum hraðli og í körfunni var einnig að finna kynningu á ýmsu spennandi svo sem forriti sem varðar þjálfun hesta, nokkuð sem gæti gert sig gildandi á heimsvísu. Finnbogi segir að í matarkörfuna hafi frumkvöðlar, sem eru að vinna ómetanlegt starf, lagt til sitthvað í körfuna. Til að vekja athygli á uppskeruhátíð sem nú er haldin. Karfan hafi kostað 20 þúsund krónur og allir þingflokkar fengu samskonar körfu. Finnbogi lýsir því svo að frumkvöðlarnir hafi gefið sjálfir sitt í körfurnar, þeim hafi verið greitt eitthvert málamyndagjald fyrir það og kostnaður Landbúnaðarklasans á körfu, en þær voru átta talsins, ein á hvern þingflokk, hafi verið 20 þúsund krónur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafi ofmetið virði körfunnar þegar hann taldi að andvirði hennar og þess sem í henni er hafi verið vel yfir 50 þúsund krónum. Körfurnar voru allar jafn stórar Þá segir Finnbogi að þeim hjá Landbúnaðarklasanum hafi yfirsést að þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson séu utan flokka. Þau hafi ekki fengið neitt. Og jafnframt sé það rangt hjá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, að körfurnar hafi verið misstórar eftir stærð þingflokka. Allar körfurnar hafi verið jafn stórar; Flokkur fólksins hafi því fengiðjafn stóra körfu og Sjálfstæðisflokkurinn. „Þetta voru sýnishorn, ekkert til að borða sig saddan af. Ótrúlegustu hlutir sem verið er að vekja athygli á svo sem kartöfluhýði sem notað er í bjórgerð, jurtir í krydd… allskyns umhverfisvæn málefni. Við viljum alls ekki að þetta fólk verði fyrir hnjaski vegna þessa. Nógu erfitt er nú að vera frumkvöðull, en frumkvöðlastarf er nákvæmlega það sem landbúnaðurinn þarf á að halda,“ segir Finnbogi, sem nú er staddur á Borgarfirði eystri við húsasmíðar en þar er mikill uppgangur. Það sem í körfunni var: Landbúnaður Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Sjá meira
„Ég er miður mín. Þetta hefur allt lent í öfugu samhengi,“ segir Finnbogi Magnússon formaður Landbúnaðarklasans í samtali við Vísi. Finnbogi segir afleitt ef frumkvöðlar lendi að ósekju í umræðu um mútur og lobbíisma; það hafi aldrei verið uppleggið með körfunni sem Landbúnaðarklasinn sendi á þingflokkana. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var birti mynd af körfunni á Facebook en Sunna Gunnars Marteinsdóttir, kærasta hans, er varaformaður Landbúnaðarklasans. Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður 6. júní 2014. Á vefsíðu hans segir að hugmyndin með klasanum sé að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi. Hugmyndin er tilkomin frá Bændasamtökunum sem vildi breyta umtali um íslenskan landbúnað. Finnbogi segir að Landbúnaðarklasinn sé ekkert endilega eindreginn stuðningsmaður núverandi kerfis og fyrirkomulags, heldur sé þar einmitt verið að leggja áherslu á frumkvöðlastarf. Og þá til að vekja athygli á nýsköpun sem svo sárlega vantar í landbúnaðinn. Það að senda körfuna á þingflokkana hafi verið til að vekja sérstaka athygli á uppskeruhátíð – viðskiptahraðli Til sjávar og sveita. Þessi uppskeruhátíð matarfrumkvöðla hófst nú fyrir stundu og er á netinu. Óeigingjarnt og mikilvægt frumkvöðlastarf Afar ómaklegt sé að tengja spillingu við óeigingjarnt, mikið og mikilvægt starf þar sem vonin býr. „Við vorum að reyna að aðstoða frumkvöðla við að koma hugmyndum þeirra á framfæri. Þetta er „start up“, verið að vinna að verkefnum sem fólk brennur fyrir, fólk sem er að gera spennandi hluti og skapa eitthvað fyrir okkur öll. Eitthvað sem við þurfum svo sárlega á að halda,“ segir Finnbogi sem telur að umræðan um matarkörfurnar hafi lent í afar óheppilegan farveg. Landbúnaðarklasinn eru grasrótarsamtök fyrirtækja sem hafa það efst á baugi að hjálpa frumkvöðlum. Karfan var hugsuð til að vekja athygli á áðurnefndum hraðli og í körfunni var einnig að finna kynningu á ýmsu spennandi svo sem forriti sem varðar þjálfun hesta, nokkuð sem gæti gert sig gildandi á heimsvísu. Finnbogi segir að í matarkörfuna hafi frumkvöðlar, sem eru að vinna ómetanlegt starf, lagt til sitthvað í körfuna. Til að vekja athygli á uppskeruhátíð sem nú er haldin. Karfan hafi kostað 20 þúsund krónur og allir þingflokkar fengu samskonar körfu. Finnbogi lýsir því svo að frumkvöðlarnir hafi gefið sjálfir sitt í körfurnar, þeim hafi verið greitt eitthvert málamyndagjald fyrir það og kostnaður Landbúnaðarklasans á körfu, en þær voru átta talsins, ein á hvern þingflokk, hafi verið 20 þúsund krónur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hafi ofmetið virði körfunnar þegar hann taldi að andvirði hennar og þess sem í henni er hafi verið vel yfir 50 þúsund krónum. Körfurnar voru allar jafn stórar Þá segir Finnbogi að þeim hjá Landbúnaðarklasanum hafi yfirsést að þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson séu utan flokka. Þau hafi ekki fengið neitt. Og jafnframt sé það rangt hjá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, að körfurnar hafi verið misstórar eftir stærð þingflokka. Allar körfurnar hafi verið jafn stórar; Flokkur fólksins hafi því fengiðjafn stóra körfu og Sjálfstæðisflokkurinn. „Þetta voru sýnishorn, ekkert til að borða sig saddan af. Ótrúlegustu hlutir sem verið er að vekja athygli á svo sem kartöfluhýði sem notað er í bjórgerð, jurtir í krydd… allskyns umhverfisvæn málefni. Við viljum alls ekki að þetta fólk verði fyrir hnjaski vegna þessa. Nógu erfitt er nú að vera frumkvöðull, en frumkvöðlastarf er nákvæmlega það sem landbúnaðurinn þarf á að halda,“ segir Finnbogi, sem nú er staddur á Borgarfirði eystri við húsasmíðar en þar er mikill uppgangur. Það sem í körfunni var:
Landbúnaður Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Sjá meira