Enduðu í keppninni fyrir misskilning en unnu að lokum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 17:01 Sturlaugur bruggmeistari hjá Borg. Hinn séríslenski og áfengislausi bjórinn Bríó vann gullverðlaun í alþjóðlegu bjórkeppninni Brewski Awards í Bandaríkjunum nú á dögunum. Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur. Áfengi og tóbak Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur.
Áfengi og tóbak Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira