Whamageddon 2020: Hvenær dettur þú út? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 22:03 Fólk er misspennt fyrir að heyra Last Christmas í aðdraganda jólanna. Á miðnætti hefjast leikar. Desember gengur í garð og áskorun ársins hefst. Hversu lengi heldur þú út? Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.) Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.)
Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira