Mikael stóð sig frábærlega í nýju hlutverki: Líkt við Makélélé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 07:30 Mikael Anderson átti góðan leik á miðri miðju Midtjylland er liðið sótti Atalanta heim i Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. FC Midtjylland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjaði sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu er lið hans Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við Atalanta í gærkvöld. Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58
Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53
Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47