Klopp: Eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 12:31 Jürgen Klopp fór beint til markvarðarins Caoimhin Kelleher í leikslok og gaf honum eitt gott Klopp knús. AP/Michael Regan Jürgen Klopp brosti sínu breiðasta eftir sigurinn á Ajax í gær og ungu strákarnir fengu sérstakt knús í leikslok enda stóðu þeir sig mjög vel í leiknum. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira