Byggt yrði við hús Súfistans í Hafnarfirði og hann gerður að mathöll Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2020 08:34 Kaffihúsið Súfistinn í Strandgötu í Hafnarfirði. Byggt yrði við húsið vestan- og norðanmegin. Súfistinn Hugmyndir eru uppi um að byggja við Strandgötu 9 í Hafnarfirði, þar sem nú má finna kaffihúsið Súfistann, og breyta jarðhæðinni í litla mathöll. Þá yrði að finna níu smáíbúðir á efri hæðum viðbyggingarinnar. Fyrirspurn um þetta var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur skipulags- og byggingarráð tekið jákvætt í erindið. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt hugmyndunum yrði byggt við húsið vestan og norðan við Súfistann. Á jarðhæðinni yrði þá „lítil mathöll með 4-5 veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti.“ Segir að aðgengi að mathöllinni yrði frá Strandgötu og Ráðhústorgi en inngangur fyrir íbúðir – fimm á annarri hæð og fjórar á þeirri þriðju – á bakhlið hússins. Áður hafa verið uppi hugmyndir að byggja við húsið þó að þessi hugmynd myndi fela í sér meira byggingamagn og fleiri íbúðir á efri hæðum. Teikningar af viðbyggingunni á Strandgötu 9 þar sem Súfistann er að finna.KÁRI EIRÍKSSON arkitekt Gæti orðið lyftistöng fyrir mannlífið Í fyrirspurninni segir að mathöllin sé hugsuð sem skemmtileg viðbót í veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði, og að hún gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum. „Nokkrir veitingastaðir sem hafa getið sér gott orð, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að vera með í þessu verkefni, og hugmyndin er að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er t.d. á mathöll við Hlemm. Fyrstu drög gera ráð fyrir 2 kjarnastöðum í miðju rými, og 2-3 stöðum sem þurfa minna pláss að auki. Sæti fyrir 85 manns verða í sameiginlegu rými milli veitingastaðanna, og einnig verður gert ráð fyrir take-away. Gert er ráð fyrir að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi í mathöllinni sem hugmyndin er að blanda saman “fine dining”, kaffihúsi, bakaríi, eðal pizzum og smáréttastöðum í notalegu umhverfi. Vínveitingar verða í húsinu, en afgreiðslutími verður sá sami og á Súfistanum í dag, eða til kl. 11,“ segir í fyrirspurninni. Hafnarfjörður Skipulag Veitingastaðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Fyrirspurn um þetta var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hefur skipulags- og byggingarráð tekið jákvætt í erindið. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt hugmyndunum yrði byggt við húsið vestan og norðan við Súfistann. Á jarðhæðinni yrði þá „lítil mathöll með 4-5 veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti.“ Segir að aðgengi að mathöllinni yrði frá Strandgötu og Ráðhústorgi en inngangur fyrir íbúðir – fimm á annarri hæð og fjórar á þeirri þriðju – á bakhlið hússins. Áður hafa verið uppi hugmyndir að byggja við húsið þó að þessi hugmynd myndi fela í sér meira byggingamagn og fleiri íbúðir á efri hæðum. Teikningar af viðbyggingunni á Strandgötu 9 þar sem Súfistann er að finna.KÁRI EIRÍKSSON arkitekt Gæti orðið lyftistöng fyrir mannlífið Í fyrirspurninni segir að mathöllin sé hugsuð sem skemmtileg viðbót í veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði, og að hún gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum. „Nokkrir veitingastaðir sem hafa getið sér gott orð, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að vera með í þessu verkefni, og hugmyndin er að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er t.d. á mathöll við Hlemm. Fyrstu drög gera ráð fyrir 2 kjarnastöðum í miðju rými, og 2-3 stöðum sem þurfa minna pláss að auki. Sæti fyrir 85 manns verða í sameiginlegu rými milli veitingastaðanna, og einnig verður gert ráð fyrir take-away. Gert er ráð fyrir að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi í mathöllinni sem hugmyndin er að blanda saman “fine dining”, kaffihúsi, bakaríi, eðal pizzum og smáréttastöðum í notalegu umhverfi. Vínveitingar verða í húsinu, en afgreiðslutími verður sá sami og á Súfistanum í dag, eða til kl. 11,“ segir í fyrirspurninni.
Hafnarfjörður Skipulag Veitingastaðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira