Sitja uppi með tífaldan málskostnað eftir að hafa neitað að greiða 80 þúsund króna skuld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 09:30 Málið má rekja til deilna um skuld vegna tjónaviðgerðar á bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Eignarhaldsfélagið Summus hefur verið dæmt til að greiða tryggingarfélaginu Verði 80 þúsund króna skuld sem félögin tókust á um fyrir dómi. Summus þarf einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað, tífalda þá upphæð sem deilt var um. Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Málið má rekja til þess að Vörður greiddi fyrir viðgerð á bíl í eigu Summus, sem rekur bílaleigu, varð fyrir tjóni. Kostnaður vegna viðgerðarinnar nam 414 þúsund krónum, þar af 80.184 krónur í virðisaukaskatt. Vörður krafði Summus um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum á þeim grundvelli að það væri á virðisaukaskattskrá. Félagið gæti því talið virðisaukaskattinn af viðgerðinni til innskatts hjá sér eftir almennum reglum um frádrátt virðisaukaskatts. Miðað við þessa frádráttarheimild ætti að miða bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Þessu vildi Summus ekki una og kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær að innheimtutilraunir Varðar hafi ekki borið árangur. Sögðust aldrei hafa haft fjárhæðina undir höndum Málsvörn Summus byggðist einkum á því að félaginu væri ekki skylt að innskatta virðisaukaskatt sem falli á tryggingarfélagið vegna tjónsviðgerða á bíla sem væru í eigu félagsins, þó svo að það kynni að vera heimilt. Félagið hafi aldrei innskattað höfuðstól kröfunnar, umræddar 80 þúsund krónur, og félagið hafi því aldrei haft undir höndum þá fjárhæð sem tryggingafélagið krafðist. Tryggingarfélagið Vörður hafði betur.Vísir/Vilhelm Í niðurstöðu héraðsdóms segir að tjónþola beri skylda til þess að takmarka tjón sitt. Í því felist að honum beri að gæta þeirra úrræða sem hann eigi rétt á samkvæmt lögum til þess að takmarka tjón sitt. Segir í niðurstöðunni að óumdeilt sé að Summus sé heimilt að telja virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði til innskatts. Taldi dómurinn það ekki hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins að félaginu væri ekki skylt að nýta sér þessa heimild. Féllst dómurinn því á það að miða ætti bótafjárhæð við kostnað við viðgerðina án virðisaukaskatts. Summus þarf því að greiða Verði umræddar 80 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 17. ágúst á síðasta ári til greiðsludags. Þá þarf félagið einnig að greiða Verði 800 þúsund krónur í málskostnað vegna málsins, eða um tífalda þá upphæð sem deilt var um. Í fréttinni stóð í fyrstu að um tryggingafélagið Sjóvá hafi verið um að ræða. Það er rangt. Tryggingafélagið sem um ræðir er Vörður. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira