Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 09:01 Georg Lúðvíksson er einn stofnenda Meniga og í dag forstjóri fyrirtækisins. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi
Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira