Samvinna og sameining sveitarfélaga Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. desember 2020 09:31 Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun