Innlent

Eignaspjöll og þjófnaðir í verslunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Tveir voru handteknir í gærkvöldi fyrir eignaspjöll. Öðrum var leyft að fara eftir samræður við lögreglu en hinn var látinn laus eftir skýrslutökur. 

Þá var tvisvar tilkynnt um brot á sóttvarnalögum á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur en ekki kemur fram hvort um sama stað var að ræða.

Um kl. 22.30 var bifreið stöðvuð í hverfi 108 en hraði bifreiðarinnar mældist 110 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Sama endurtók sig rétt eftir miðnætti. Þá var einn stöðvaður í sama hverfi kl. 22.46 sem var á 114 km/klst.

Lögregla stöðvaði fjóra ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna; einn í miðbænum, einn í hverfi 104 og tvo í Hafnarfirði.

Í hverfi 110 var ökumaður stöðvaður grunaður um að aka sviptur ökuréttindum og þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í sama hverfi um kl. 21 og í verslun í Garðabæ um kl. 21.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×