Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2020 10:08 Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fylgjast með framvindu málsins auk utanríkisráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum. Gerði þetta NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, óskaði eftir svörum frá forsætis- utanríkis- og samgönguráðuneytinu vegna málsins. Spurði hann hvernig ráðuuneytin hefðu brugðist við málinu. Sameiginlegt svar frá ráðuneytunum þremur barst í gær þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld fylgist náið með framvindu málsins, sem víða hafi vakið áhyggjur. „Hérlendis veldur það sérstökum áhyggjum í ljósi þess að allt tal- og gagnasamband við útlönd fer um þrjá sæstrengi, DANICE, FARICE-1 og Greenland Connect, sem liggja um danska, grænlenska og færeyska lögsögu. Einn sæstrengjanna liggur til Danmerkur og um hann fer stór hluti gagnamagns frá Íslandi til meginlandsins. Mikilvægt er að tryggt sé að fjarskiptaflutningur frá Íslandi til erlendra lendingarstöðva, á landleiðum og á afhendingarstöðum þjónustu erlendis, sé öruggur og að upplýsingaöryggis sé gætt í hvívetna,“ segir í svarinu. Leitað eftir skýringum frá Bandaríkjunum Þá er rakið hvernig íslenska stjórnkerfi hafi brugðist við með því að halda fundi með erlendum embættismönnum og kalla eftir upplýsingum. Utanríkisráðherra hafi tekið máli upp á fundi með utanríkisráðherra Danmerkur, ráðuneytisstjóri útanríkisráðuneytisins hafi rætt við sendiherra Danmerkur auk þess sem að hann hafi tekið málið upp við fulltrúa bandarískra stjórnvalda og upplýst hann um að ráðuneytið leiti skýringa á þessu. „Forsætisráðuneytið hefur beitt sér fyrir sérstöku samráði forsætisráðuneytisins, ritara þjóðaröryggisráðs, ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna málsins og framvindu þess með tilliti til íslenskra þjóðaröryggishagsmuna. Þá verður þjóðaröryggisráði gerð grein fyrir málinu,“ segir ennfremur. Utanríkismál Bandaríkin Danmörk Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gerði þetta NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, óskaði eftir svörum frá forsætis- utanríkis- og samgönguráðuneytinu vegna málsins. Spurði hann hvernig ráðuuneytin hefðu brugðist við málinu. Sameiginlegt svar frá ráðuneytunum þremur barst í gær þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld fylgist náið með framvindu málsins, sem víða hafi vakið áhyggjur. „Hérlendis veldur það sérstökum áhyggjum í ljósi þess að allt tal- og gagnasamband við útlönd fer um þrjá sæstrengi, DANICE, FARICE-1 og Greenland Connect, sem liggja um danska, grænlenska og færeyska lögsögu. Einn sæstrengjanna liggur til Danmerkur og um hann fer stór hluti gagnamagns frá Íslandi til meginlandsins. Mikilvægt er að tryggt sé að fjarskiptaflutningur frá Íslandi til erlendra lendingarstöðva, á landleiðum og á afhendingarstöðum þjónustu erlendis, sé öruggur og að upplýsingaöryggis sé gætt í hvívetna,“ segir í svarinu. Leitað eftir skýringum frá Bandaríkjunum Þá er rakið hvernig íslenska stjórnkerfi hafi brugðist við með því að halda fundi með erlendum embættismönnum og kalla eftir upplýsingum. Utanríkisráðherra hafi tekið máli upp á fundi með utanríkisráðherra Danmerkur, ráðuneytisstjóri útanríkisráðuneytisins hafi rætt við sendiherra Danmerkur auk þess sem að hann hafi tekið málið upp við fulltrúa bandarískra stjórnvalda og upplýst hann um að ráðuneytið leiti skýringa á þessu. „Forsætisráðuneytið hefur beitt sér fyrir sérstöku samráði forsætisráðuneytisins, ritara þjóðaröryggisráðs, ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins vegna málsins og framvindu þess með tilliti til íslenskra þjóðaröryggishagsmuna. Þá verður þjóðaröryggisráði gerð grein fyrir málinu,“ segir ennfremur.
Utanríkismál Bandaríkin Danmörk Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira