Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2020 23:41 Fé rekið af kerru á Dómadalshálsi. Hálkan var svo mikil að jeppinn komst ekki upp. Einar Árnason Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. „Maður verður bara að standa upp aftur,“ segir Sif Ólafsdóttir í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þar er fjallmönnum Land- og Holtamanna fylgt í leitum á Landmannaafrétti í haust. „Maður fylgir þessum ullarhnoðrum út um allt,“ segir Dagný Rós Stefánsdóttir. Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli.Einar Árnason „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ segir Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ segir Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ segir Sif. Leitirnar í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna. Fjallið Löðmundur er með þeim hæstu á þessum slóðum, 1.077 metra hátt. Í hlíðum þess sjáum við göngumenn fóta sig áfram upp á hæstu brúnir í hríðinni. Rökkvi Hljómur Kristjánsson er frá Hólum á Rangárvöllum.Einar Árnason Við Löðmundarvatn hittum við þá Braga Guðmundsson, sem býr í Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti, og Rökkva Hljóm Kristjánsson frá Hólum á Rangárvöllum. Þeir höfðu smalað svæðið allt frá Landmannalaugum þann daginn. Og það er heldur ekki hættulaust að vera akandi við þessar aðstæður. Í brekkunni upp Dómadalshálsinn er Hugrún Hannesdóttir næstum búin að missa jeppann út af í hálku og með fjögurra ára gamlan son sinn í bílnum. Kerran í eftirdragi fór í vinkil þegar jeppinn tók að renna niður brekkuna. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.30. Hér má sjá sex mínútna myndskeið: Um land allt Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
„Maður verður bara að standa upp aftur,“ segir Sif Ólafsdóttir í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þar er fjallmönnum Land- og Holtamanna fylgt í leitum á Landmannaafrétti í haust. „Maður fylgir þessum ullarhnoðrum út um allt,“ segir Dagný Rós Stefánsdóttir. Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli.Einar Árnason „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ segir Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ segir Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ segir Sif. Leitirnar í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna. Fjallið Löðmundur er með þeim hæstu á þessum slóðum, 1.077 metra hátt. Í hlíðum þess sjáum við göngumenn fóta sig áfram upp á hæstu brúnir í hríðinni. Rökkvi Hljómur Kristjánsson er frá Hólum á Rangárvöllum.Einar Árnason Við Löðmundarvatn hittum við þá Braga Guðmundsson, sem býr í Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti, og Rökkva Hljóm Kristjánsson frá Hólum á Rangárvöllum. Þeir höfðu smalað svæðið allt frá Landmannalaugum þann daginn. Og það er heldur ekki hættulaust að vera akandi við þessar aðstæður. Í brekkunni upp Dómadalshálsinn er Hugrún Hannesdóttir næstum búin að missa jeppann út af í hálku og með fjögurra ára gamlan son sinn í bílnum. Kerran í eftirdragi fór í vinkil þegar jeppinn tók að renna niður brekkuna. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.30. Hér má sjá sex mínútna myndskeið:
Um land allt Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23