Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2020 11:58 Íbúar sem búa utan áhættusvæða á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í gær. Björgunarsveitarmenn sáu um að skrá alla sem sneru aftur. Líkur eru á að fleiri íbúar fái að snúa heim fyrir jól. Vísir/Egill Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira