Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 11:22 Gísli var formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins þar til í síðustu viku. GAMMA Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. „Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins. GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins.
GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“