Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 19:45 Bjargráður var græddur í manninn á Landspítalanum. Vísir/Hanna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær. Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira