Neverland-búgarður Jackson seldur langt undir ásettu verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 12:54 Söngvarinn Michael Jackson hélt meðal annars apa og fíl á búgarðinum. Getty/Carlo Allegri Neverland, búgarður poppstjörnunnar Michael Jackson heitins, hefur verið seldur fyrir 22 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 2,8 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að upphæðin kunni að hljóma há er hún engu að síður ekki nema fjórðungur af upphaflegum verðmiða eignarinnar. Það mun hafa verið milljarðamæringurinn Ron Burkle sem keypti eignina en kaupin hafa verið sögð vera algjör „þjófnaður.“ Eignin er í Los Olivos í Kaliforníu, ekki langt frá Santa Barbara. Eignin hefur um nokkurra ára skeið verið af og á til sölu en árið 2015 var eignin verðlögð á hundrað milljónir dollara. Síðan þá hefur upphæðin farið nokkuð lækkandi en síðast í fyrra hljóðaði verðmiðinn upp á 31 milljón dollara. Burkle er fyrrum samstarfsmaður Jackson og meðal stofnenda fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies. Neverland Ranch, fyrrum heimili Michael Jackson, skartaði meðal annars bæði skemmtigarði og dýragarði.Getty/Jason Mitchell Búgarðurinn var enn í eigu dánarbús Jackson ásamt fasteignafjárfestingasjóðs í stýringu Colont Capital að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal um söluna. Sjálfur greiddi Jackson 19,5 milljónir dollara fyrir búgarðinn á sínum tíma árið 1987. Michael Jackson gerði Neverland-búgarðinn frægan en hann skartaði meðal annars járnbrautarlest, dýragarði og skemmtigarði þar sem var að finna bæði parísarhjól og hringekju. Þá hélt hann meðal annars oragnútan apa og fíl í dýragarði búgarðsins. Nafn sitt dró búgarðurinn af Hvergilandi, eða Neverland, úr sögunni um Pétur Pan. Tónlist Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eignin er í Los Olivos í Kaliforníu, ekki langt frá Santa Barbara. Eignin hefur um nokkurra ára skeið verið af og á til sölu en árið 2015 var eignin verðlögð á hundrað milljónir dollara. Síðan þá hefur upphæðin farið nokkuð lækkandi en síðast í fyrra hljóðaði verðmiðinn upp á 31 milljón dollara. Burkle er fyrrum samstarfsmaður Jackson og meðal stofnenda fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies. Neverland Ranch, fyrrum heimili Michael Jackson, skartaði meðal annars bæði skemmtigarði og dýragarði.Getty/Jason Mitchell Búgarðurinn var enn í eigu dánarbús Jackson ásamt fasteignafjárfestingasjóðs í stýringu Colont Capital að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal um söluna. Sjálfur greiddi Jackson 19,5 milljónir dollara fyrir búgarðinn á sínum tíma árið 1987. Michael Jackson gerði Neverland-búgarðinn frægan en hann skartaði meðal annars járnbrautarlest, dýragarði og skemmtigarði þar sem var að finna bæði parísarhjól og hringekju. Þá hélt hann meðal annars oragnútan apa og fíl í dýragarði búgarðsins. Nafn sitt dró búgarðurinn af Hvergilandi, eða Neverland, úr sögunni um Pétur Pan.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira