Ticketmaster greiðir milljarð til að forðast ákærur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:20 Ticketmaster hefur oft verið umdeilt og átti meðal annars í útistöðum við rokksveitina Pearl Jam á tímabili. Bandaríska miðasölufyrirtækið Ticketmaster hefur samþykkt að greiða jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að hafa brotist inn í tölvukerfi keppinautar. Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira