Enska úrvalsdeildin myndi enda svona ef menn myndu nota „Handritið að tímabilinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 09:00 Virgil van Dijk og félagar í Liverpool eru með 25 stiga forystu og vantar bara sex stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Sebastian Frej Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér. Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér.
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira