Einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. mars 2020 21:25 Gurrý ætlar að hjálpa landsmönnum að hreyfa sig á meðan kórónuveiran raskar samfélaginu. Mynd/Emilía Anna „Þegar ég heyrði af því að 400 manns væru komin í sóttkví fannst mér eins og ég yrði að gera eitthvað fyrir fólk þetta fólk,“ segir þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý. „Svo kemur sprengjan, allt í einu er stór hópur sem þarf að sæta sóttkví, líkamsræktarúrræðum fækkar með lokun stöðva og svo tók úr steininn þegar að samkomubannið skall á. Já og svo eru margir sem hreinlega vilja forðast það að vera í margmenni.“ Gurrý ákvað því að gera líkamsræktarmyndbönd sem munu birtast hér á Vísi. Þættirnir kallast Æft með Gurrý og sá fyrsti fer í loftið á morgun. Hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. „Ég rek litla heilsurækt og einn af mínum viðskiptavinum þar þurfti snemma, af öryggisástæðum, að sæta sóttkví. Ásamt því senda henni fjarþjálfunaráætlun frá mér ákvað ég að taka upp æfingamyndbönd til þess að hún gæti æft heima en áttaði mig um leið að það væru miklu fleiri sem vildu geta haft aðgang að þessu.“ Þetta eru einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert og hvetur Gurrý foreldra sem eru heima með börnunum sínum að virkja þau til þátttöku líka. „Þannig verður til stórskemmtileg og heilbrigð samvera sem bæði drepur tíma og losar streitu. Þeir sem eru vanir að hreyfa sig geta viðhaldið sér og bara stefnt að því að bæta sig þegar þeir komast aftur í þá hreyfingu sem þeir eru vanir. Byrjendur mega búast við að fá smá strengi og náð strax árangri. Hver og einn getur síðan bara stýrt álagi með endurtekningum, hraða og því hvernig æfingarnar eru gerðar.“ Það er mikilvægt að gleyma ekki vatninu!Getty/ raquel arocena torres Ekki nauðsynlegt að eiga búnað Myndböndin eru flest um fimm mínútur að lengd en eru hugsuð þannig að hægt er að leggja æfinguna á minnið og endurtaka hana nú eða bara rúlla myndbandinu aftur, jafnvel oftar. „Ég valdi æfingarnar þannig að ekki þurfi að nota tæki en ef fólk á búnað heima er hægt að bæta honum við en annars bara nota kroppinn. Það er auðvitað þægilegra að vera með þunna dýnu, handklæði eða teppi undir hnén en þarf ekki. Gurrý bendir á að hreyfing sé einstaklega mikilvæg á tímum sem þessum. „Hreyfing er einn af hornsteinum þess sem við þurfum á að halda og alltaf mikilvæg. Núna er hún svo bráðnauðsynleg bæði til að auka mótstöðu líkamans og létta okkur lund en öll hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Öll viljum við koma sem best frá þessu tímabundna ástandi og hreyfing hjálpar mikið til.“ Hún segir að líkaminn einfaldlega elski að taka á því. „Hvort sem það er á þolæfingu, í göngutúr eða á styrktaræfingu. Þetta vita allir sem stunda reglulega hreyfingu og þekkja af eigin raun þá vellíðan sem henni fylgir en svo auðvitað dregur hreyfing úr bólgum, styrkir ónæmiskerfið ásamt því að hafa ýmis önnur jákvæð áhrif.“ Gurrý segir að allir geti gert æfingarnar. Þeir sem eru lengra komnir geta gert þær oft í röð. Þeir sem eru byrjendur geta aðlagað þær að eigin getu.Mynd/Emilía Anna Eðlilegt að upplifa áhyggjur og kvíða Slökun og hugleiðsla spilar líka stórt hlutverk þegar kemur að heilsu og andlegri líðan. Gurrý mun koma vel inn á þetta í þáttum sínum. „Lögmálið er svona, eftir spennu þarf að koma slökun. Hugleiðsla er öflugasta verkfærið sem við höfum til að slaka á taugakerfinu okkar, fá hugann til að gefa eftir og komast stutta stund inn á við þar sem alltaf ríkir friður og við finnum skjól frá eigin hugsunum og tilfinningum. Núna er einmitt kjörið fyrir okkur að hlaupa reglulega inn á við til að verða ekki heltekin af ástandinu. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur og upplifa kvíða á óvissutímum en þá einmitt hjálpar einföld hugleiðsla, ég tala nú ekki um í bland við holla hreyfingu, góðan svefn, frískandi útiveru og dýrmætur tími með fjölskyldu og vinum.“ Gurrý vonar að fólk sýni viðbrögð við æfingamyndböndunum, til dæmis í athugasemdakerfinu á Vísi. „Ég renni alveg blint í þetta verkefni og því væri svo gott að fá endurgjöf frá þeim sem nota æfingamyndböndin. Vill fólk til dæmis lengri eða styttri æfingar, meiri fjölbreytni, þarf það að geta prentað út leiðbeiningarnar og þar fram eftir götunum.“ Hún segir að þeir sem vinni við að hjálpa fólki að ná betri heilsu, þreytist seint á því að minna á mikilvægi hreyfingar. „Að fá góðan svefn, borða hollan og næringarríkan mat, hugleiðslu og leggjum höfuðáherslu á að þið gerið bara það sem er gott fyrir ykkur. Undir venjulegum kringumstæðum getur verið erfitt að sjá tilganginn en einmitt núna er lífið að minna okkur rækilega á mikilvægi þess að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn sem best undir áföll. Hvet ég alla til að nota þennan krefjandi tíma á uppbyggilegan hátt þannig að þið standið eftir sterkari og glaðari.” Gurrý heimsótti þá Gulla og Heimi í Bítið í dag þar sem hún ræddi um heilsu og fékk þá líka til að standa upp og gera hnébeygjur. Bítið er í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 á bylgjunni frá 06:50 til níu alla virka daga. Viðtalið við Gurrý má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. >
„Þegar ég heyrði af því að 400 manns væru komin í sóttkví fannst mér eins og ég yrði að gera eitthvað fyrir fólk þetta fólk,“ segir þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý. „Svo kemur sprengjan, allt í einu er stór hópur sem þarf að sæta sóttkví, líkamsræktarúrræðum fækkar með lokun stöðva og svo tók úr steininn þegar að samkomubannið skall á. Já og svo eru margir sem hreinlega vilja forðast það að vera í margmenni.“ Gurrý ákvað því að gera líkamsræktarmyndbönd sem munu birtast hér á Vísi. Þættirnir kallast Æft með Gurrý og sá fyrsti fer í loftið á morgun. Hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. „Ég rek litla heilsurækt og einn af mínum viðskiptavinum þar þurfti snemma, af öryggisástæðum, að sæta sóttkví. Ásamt því senda henni fjarþjálfunaráætlun frá mér ákvað ég að taka upp æfingamyndbönd til þess að hún gæti æft heima en áttaði mig um leið að það væru miklu fleiri sem vildu geta haft aðgang að þessu.“ Þetta eru einfaldar æfingar sem langflestir ættu að geta gert og hvetur Gurrý foreldra sem eru heima með börnunum sínum að virkja þau til þátttöku líka. „Þannig verður til stórskemmtileg og heilbrigð samvera sem bæði drepur tíma og losar streitu. Þeir sem eru vanir að hreyfa sig geta viðhaldið sér og bara stefnt að því að bæta sig þegar þeir komast aftur í þá hreyfingu sem þeir eru vanir. Byrjendur mega búast við að fá smá strengi og náð strax árangri. Hver og einn getur síðan bara stýrt álagi með endurtekningum, hraða og því hvernig æfingarnar eru gerðar.“ Það er mikilvægt að gleyma ekki vatninu!Getty/ raquel arocena torres Ekki nauðsynlegt að eiga búnað Myndböndin eru flest um fimm mínútur að lengd en eru hugsuð þannig að hægt er að leggja æfinguna á minnið og endurtaka hana nú eða bara rúlla myndbandinu aftur, jafnvel oftar. „Ég valdi æfingarnar þannig að ekki þurfi að nota tæki en ef fólk á búnað heima er hægt að bæta honum við en annars bara nota kroppinn. Það er auðvitað þægilegra að vera með þunna dýnu, handklæði eða teppi undir hnén en þarf ekki. Gurrý bendir á að hreyfing sé einstaklega mikilvæg á tímum sem þessum. „Hreyfing er einn af hornsteinum þess sem við þurfum á að halda og alltaf mikilvæg. Núna er hún svo bráðnauðsynleg bæði til að auka mótstöðu líkamans og létta okkur lund en öll hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu okkar. Öll viljum við koma sem best frá þessu tímabundna ástandi og hreyfing hjálpar mikið til.“ Hún segir að líkaminn einfaldlega elski að taka á því. „Hvort sem það er á þolæfingu, í göngutúr eða á styrktaræfingu. Þetta vita allir sem stunda reglulega hreyfingu og þekkja af eigin raun þá vellíðan sem henni fylgir en svo auðvitað dregur hreyfing úr bólgum, styrkir ónæmiskerfið ásamt því að hafa ýmis önnur jákvæð áhrif.“ Gurrý segir að allir geti gert æfingarnar. Þeir sem eru lengra komnir geta gert þær oft í röð. Þeir sem eru byrjendur geta aðlagað þær að eigin getu.Mynd/Emilía Anna Eðlilegt að upplifa áhyggjur og kvíða Slökun og hugleiðsla spilar líka stórt hlutverk þegar kemur að heilsu og andlegri líðan. Gurrý mun koma vel inn á þetta í þáttum sínum. „Lögmálið er svona, eftir spennu þarf að koma slökun. Hugleiðsla er öflugasta verkfærið sem við höfum til að slaka á taugakerfinu okkar, fá hugann til að gefa eftir og komast stutta stund inn á við þar sem alltaf ríkir friður og við finnum skjól frá eigin hugsunum og tilfinningum. Núna er einmitt kjörið fyrir okkur að hlaupa reglulega inn á við til að verða ekki heltekin af ástandinu. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur og upplifa kvíða á óvissutímum en þá einmitt hjálpar einföld hugleiðsla, ég tala nú ekki um í bland við holla hreyfingu, góðan svefn, frískandi útiveru og dýrmætur tími með fjölskyldu og vinum.“ Gurrý vonar að fólk sýni viðbrögð við æfingamyndböndunum, til dæmis í athugasemdakerfinu á Vísi. „Ég renni alveg blint í þetta verkefni og því væri svo gott að fá endurgjöf frá þeim sem nota æfingamyndböndin. Vill fólk til dæmis lengri eða styttri æfingar, meiri fjölbreytni, þarf það að geta prentað út leiðbeiningarnar og þar fram eftir götunum.“ Hún segir að þeir sem vinni við að hjálpa fólki að ná betri heilsu, þreytist seint á því að minna á mikilvægi hreyfingar. „Að fá góðan svefn, borða hollan og næringarríkan mat, hugleiðslu og leggjum höfuðáherslu á að þið gerið bara það sem er gott fyrir ykkur. Undir venjulegum kringumstæðum getur verið erfitt að sjá tilganginn en einmitt núna er lífið að minna okkur rækilega á mikilvægi þess að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn sem best undir áföll. Hvet ég alla til að nota þennan krefjandi tíma á uppbyggilegan hátt þannig að þið standið eftir sterkari og glaðari.” Gurrý heimsótti þá Gulla og Heimi í Bítið í dag þar sem hún ræddi um heilsu og fékk þá líka til að standa upp og gera hnébeygjur. Bítið er í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 á bylgjunni frá 06:50 til níu alla virka daga. Viðtalið við Gurrý má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. >
Heilsa Viðtal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Æft með Gurrý Tengdar fréttir Svona er hægt að styrkja ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Prófessor í ónæmisfræði segir að óreglufólk ætti að hugsa sinn gang í þessum faraldri. 14. mars 2020 17:58 Svefn er streitubani og kvíðaeyðir Ragga nagli er nýr pistlahöfundur á Vísi. 5. mars 2020 11:10 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Svona er hægt að styrkja ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Prófessor í ónæmisfræði segir að óreglufólk ætti að hugsa sinn gang í þessum faraldri. 14. mars 2020 17:58