Þegar mennskan og samvinnan ræður för Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. mars 2020 14:00 Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar