Velferð á neyðarstigi Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. mars 2020 07:09 Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar