Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 16:10 Þórólfur segir fórnarkostnað hjarðónæmis of mikinn. Ljósmynd/Lögreglan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Kollegi Þórólfs í Svíþjóð lýsti því nýlega yfir að vonast yrði til þess að hjarðónæmi myndaðist þar í landi gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fyrr en síðar. Hann vonaðist til að í byrjun júní myndu mælingar sýna að 50 prósent þjóðarinnar hefðu fengið sjúkdóminn og þar með hjarðónæmi myndast. Þórólfur segist ekki sammála þessu. Mikils sé til að vinna að fara hægt í tilslakanir og sjá hvort einhverjar nýjungar komi upp sem geti hjálpað okkur að eiga við veiruna. „Kannski á þessi veira eftir að veiklast eitthvað þegar fram í sækir. Veirur gera það mjög oft en hvort að þessi veira geri það eða hvort hún verði eitthvað verri eða skæðari, það er bara mjög erfitt að segja til um.“ Þá segir hann einnig og fljótt í árina gripið að segja að faraldurinn sé búinn. Svo lengi sem verið sé að greina tilfelli hér á landi sé hann ekki búinn og hann geti alltaf blossað upp aftur eins og dæmi séu um í öðrum löndum, þar á meðal Suður-Kóreu, Singapúr og Kína. „Þess vegna þurfum við að vera á tánum, fara hægt, fara varlega og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast og bregðast við. Annað hvort þurfum við að bakka, tvö skref, eitt skref. Við getum ekki gert annað held ég.“ Þá segir hann ekki ljóst hve stór hluti þeirra sem greinst hafa með veiruna eigi á hættu á að smitast af henni aftur. Upp hafa komið tilfelli annars staðar þar sem fólk sem veiktist af veirunni og hafði náð bata greindist með hana á ný. Óvíst sé hvort um aðra veiru sé að ræða, hvernig mótefni þetta fólk myndaði við henni og svo framvegis. „Við vitum að allar sýkingar eru þannig að það er ekki hundrað prósent að fólkið sem sýkist myndar ekki verndandi mótefni eða mótstöðu en það er kannski 98-99 prósent þannig að það er greinilega mjög mikill meirihluti sem myndar mótefni gegn veirunni við sýkingu.“ „Það getur vel verið að það sé einhver undirhópur þarna sem á eftir að skoða betur. Ég tel að þetta sé algjör undantekning og við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar um hvað þetta snýst í raun og veru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08
Meðalaldur þeirra sem hafa greinst er 40 ár Sýkingin virðist hafa verið sjaldgæf hjá einstaklingum undir tólf ára. 19. apríl 2020 14:28